Flýtilyklar
Brauðmolar
Nikki Logan
-
Ísbjarnaslóðir
Fyrir fimm árum í Pokhara í Nepal
Will Margrave hallaði sér upp að moldarveggnum í einbýlishúsinu sínu fyrir ofan Pokhara og rýndi út um gluggann að íbúðunum neðar í hlíðinni. Í kringum efstu íbúðina uxu grösin sem voru svo einkennandi fyrir þennan hluta Nepals. Þar mátti einnig sjá litlar runnaþyrpingar innan girðingarinnar. Á bak við húsið stóðu hundabúrin. Garðurinn hlaut að vera stór, enda bjuggu þarna sextán björgunarhundar. Hvort sem það var vegna mikilfenglegra fjallanna, birtunnar eða spegilmyndarinnar á Phewa-vatni var þetta umhverfi eitthvað svo notalegt. Honum leið vel þarna. Will hallaði sér fram á gluggasylluna til að fylgjast með konunni fyrir neðan fást við hundana hans. Kitty Callaghan tók daginn jafnan snemma og vildi helst byrja hann utandyra. Á öðrum degi sínum þarna hafði hann komið auga á hana hálffalda undir veröndunum þar sem hún stundaði íhugun undir árvökulu augu Annapurna-fjallanna við sólarupprás og reyndi sitt besta til að sýnast vera venjuleg, róleg stúlka. Það var hún annars yfirleitt ekki og þennan dag var hún greinilega mjög virk. Hún skokkaði fram og aftur í gerðinu, klappaði hundunum og lék við þá. Hundarnir eltu hana á röndum og kunnu vel að meta leikinn. Kitty var greinilega alveg sama þótt hún væri svolítið brosleg. Og hundar og óhreinindi öngruðu hana ekki fremur en gríðarhá fjöllin eðaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Riddari götunnar
Svona augnablik þoldi Evelyn Read ekki. Augnablik sem skilgreindu lífið. Augnablik þegar ótti hennar og fordómar risu upp á móti henni... eins og eitursnákur sem einhver gerði hverft við.
Hún pírði augun á manninn af mótorhjólinu í fjarska, sem haltraði í átt til hennar í hitamistrinu. Hún kreppti hnefann um stýrið.
Kannski hafði bróðir hennar horfið við svona aðstæður. Kannski hafði Trav stansað fyrir ókunnum manni, kannski hafði það einmitt gerst þannig þegar hann hvarf fyrir mörgum mánuðum. Eðlisávísunin öskraði á hana að stíga á bensíngjöfina uns maðurinn... hættan... væri langt að baki. En svona stund hefði líka getað bjargað bróður hennar. Ef ókunn manneskja hefði verið nógu góð eða hugrökk til að stansa. Þá væri Trevor kannski hjá þeim núna. Öruggur. Elskaður. En ekki einn, hræddur... eða eitthvað enn verra. Maginn í henni herptist saman af ótta við að vita aldrei hvað hafði komið fyrir hann. Það gerðist alltaf þegar hún hugsaði of lengi um þetta brjálæði.
Maðurinn haltraði nær.
Átti hún að hlusta á eðlisávísunina og flýja eða bregðast við því sem hafði verið innrætt í hana, að hjálpa fólki í vandræðum? Líklega voru til einhverjar óbyggðareglur sem átti að fylgja en hún hafði heyrt of margar sögur frá syrgjandi fólki til að hafa áhyggjur af kurteisi.
Eve leit á mótorhjólið sem stóð í vegarkantinum. Svo leit hún nær sér, á manninn sem nálgaðist gömlu og endurgerðu smárútuna sem hún keyrði um Ástralíu á. Hún leit á hurðina til að ganga úr skugga um að hún væri læst.
Maðurinn stansaði við farþegadyrnarVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Strandaglópur
Augu hans voru föst á lóninu, sem hafði frá náttúrunnar hendi orðið til vegna hættulegra kóralrifja í kringum Pulu Keeling, þar sem hann hafði allt í einu komið auga á hana – og það. Hreinn, kaldur sjórinn gáraði á milli Glaumgosans og litlu eyjarinnar, hann horfði á útsýnið í von um að hann gæti séð hana aftur. Skyndilega var hún þarna – synti kröftuglega í átt að ströndinni og glampandi silfurlit hrúga virtist elta hana.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.