O´Brian bræðurnir

Lögreglukonan
Lögreglukonan

Lögreglukonan

Published Maí 2018
Vörunúmer 5. tbl. 2018
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þú þurftir ekki að ganga svo langt að fá í þig kúlu til þess að fá mig í heimsókn til þín, sagði Austin O‘Brien glettnislega við Tommy Johnson þegar hann gekk inn í stofu 119 á sjúkrahúsinu í Bluff.
Tommy var eiginlega einn úr fjölskyldunni og hafði alist upp með bræðrunum sex á O‘Brien-búgarðinum. Hann var einn áttatíu og þrír á hæð, skolhærður og brúneygur, og ekki ólíkur bræðrunum í útliti.
–Ef ég hefði vitað að ekki þyrfti meira til hefði ég gert þetta fyrir löngu, svaraði Tommy.
Hann hafði orðið fyrir skoti við skyldustörf nokkrum dögum áður. Eftir tveggja tíma aðgerð var hann á góðum batavegi. Kímnigáfan var að minnsta kosti á sínum stað. Það var góðs viti.
Einhver O‘Brien-bræðranna hafði verið við sjúkrabeð Tommys frá því að atvikið átti sér stað. Þeir höfðu skipst á og gengið úr skugga um að hann vanhagaði ekki um neitt.
–Mér datt í hug að þú værir kannski orðinn leiður á spítalamat, sagði Austin, opnaði dall með heimagerðu pasta, lagði það á borðið við rúmið og færði það svo að Tommy gæti bjargað sér. –Kjaftaðu bara ekki í hjúkkurnar.
–Eldaði Janis þetta? spurði Tommy og brosti.
Janis hafði starfað á búgarðinum í fjöldamörg ár. Hún var í raun fremur fjölskyldumeðlimur en starfsmaður og strákarnir höfðu samþykkt að gefa henni ofurlítinn hlut í búgarðinum þegar þeir tóku við honum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is