Flýtilyklar
O´Connors fjölskyldan
Brottnám
Lýsing
Þegar þú ert orðin örvæntingarfullur, þá borgar sig að halda í geðheilsuna og bíða.
Cheyenne O ́Connor gat ekki talið hversu oft móðir hennar hafði sagt þetta en síðasta skiptið
sem hún sagði þetta, var sem brennt í minni henn ar. Það var þegar móðir hennar dó. Cheyenne dró
sængina upp yfir haus þennan morgun. Hún var ekki tilbúin til þess að horfast í augu við daginn
og var með samviskubit yfir því að hafa brugðist móður sinni. Hún varð að koma sér út úr rúminu
þrátt fyrir að henni liði eins og hún væri með lóð á ökklunum og það virtist ómögulegt. Sólarljósið
og kaffið sem beið hennar var ekki einu sinni nóg til þess að koma henni á fætur. Ekki heldur
vinkona hennar sem var örugglega komin heim af næturvakt á sjúkrahúsinu og beið hennar með
bros á vör og kaffibolla. Ally Clark hafði verið algjör lífsbjörg.
Cheyenne horfði á magann á sér og bumb una sem var horfin. En hún hefði átt að sleppa
því. Tilfinningarnar og tárin urðu yfirþyrmandi og tómarúm fyllti hana. Það myndi ekki breyta
neinu ef hún gréti en hún bað fyrir því að það myndi hjálpa henni að losna undan sorginni.
Það var svo skrítið að einhver sem hún hafði ekki einu sinni hitt var valdur öllum þessum
sársauka. En Cheyenne hafði þekkt barnið sitt.
Hún hafði fundið fyrir hreyfingum alveg þar til hún fæddi, fæðing sem fór virkilega illa.
Það eina sem hún átti eftir var þokukennd mynd þar sem átti að vera glöð minning, og tómt
fang þar sem barn átti að vera.
Ætti hún ekki að finna fyrir einhverju ef lífskrafturinn sem óx innra með henni hefði
snögglega dáið? Hefði hún ekki átt að finna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók