O´Connors fjölskyldan

Griðarstaður
Griðarstaður

Griðarstaður

Published Janúar 2023
Vörunúmer 355
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Colton O´Connor lögreglustjóri tók sopa af kaffinu sínu og greip um stýrið. Það var hellirigning og þrumur. Það var nánast ómögulegt að sjá fram fyrir húddið á bílnum. Það var nú þegar búið að kalla hann út fyrir þrjá bílstjóra í vandræðum, einn af bílunum var nánast alveg á kafi og versta vortímabilið var ekki einu sinni búið. Stormurinn sem var að ganga yfir Katy Gulch var bara rétt að byrja. Ofan á allt þá hafði barnapían hans hætt kvöldið áður. Frænka hennar frú Mörlu lenti í bílslysi í Austin og þurfti á henni að halda á meðan hún var að jafna sig. Þessi hressa sextíu og fimm ára kona var eini eftirlifandi ættingi stelpunnar sem var nemandi í háskóla Texas í Austin. Colton kleip í nefið á sér til þess að lina höfuðverkinn sem hann fann að var að byggjast upp á bak við augun á honum. Móðir hans var að sjá um tvíburadrengina hans, Silas og Sebastian, en hún var enn að jafna sig eftir að hafa misst eiginmann sinn. Öll fjölskyldan var enn að jafna sig. Nýleg ránstilraun á barni hafði dregið upp mál systur hans upp að nýju sem hafði átt sér stað mörgum árum áður og faðir hans var myrtur þegar hann ákvað að rannsaka málið sjálfur aftur. Colton var bara nýlega búinn að komast til botns í máli föður síns. Miðað við allt það sem var í gangi á býlinu þá vildi hann ekki bæta á stress móður sinnar. Þó svo að drengirnir hans væru algjörir englar þá var erfitt að hugsa um einstaklinga sem voru með meiri orku en þroska. Móðir hans hafði um annað að hugsa en hún hafði sannfært

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is