ÓLEYST SAKAM'AL

Prísund
Prísund

Prísund

Published Apríl 2018
Vörunúmer 348
Höfundur Nicole Helm
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Bennet Stevens hafði lært að vera heillandi og brosa kurteislega til fólks sem hann þoldi ekki áður en hann lærði að
ganga. Hann hafði verið alinn upp meðal lögfræðinga og stjórnmálamanna og kunni að skrúfa frá persónutöfrunum og
beita kænsku þegar við átti.
Ákvörðun hans um að gerast lögregluþjónn hafði komið foreldrum hans á óvart og þeir voru ekki yfir sig hrifnir af henni, en voru ekki fólk af því tagi sem stóð í vegi fyrir því að menn gætu látið drauma sína rætast.
Eftir fimm ára starf í vegalögreglunni í Texas hafði Bennet fengið fleiri stöðuhækkanir en flestir félaga hans. Hann velti
því fyrir sér hvort foreldrar hans væru að fá hann til að kveðja starfið með því að gera honum lífið alltof létt.
Hann var ekki síður þreyttur á létta lífinu í aðalstöðvum vegalögreglunnar í Austin en á pólitískum veislum heima hjá
foreldrum sínum þar sem ætlast var til þess að hann daðraði við ungar stúlkur og heillaði stífa jakkafatamenn með sögum
af hugrekki sínu og dirfsku.
Þess vegna var hann staðráðinn í að leysa eitt af elstu, óleystu málunum sem vegalögreglan hafði á sinni könnu.
Tímasetningin var afbragð, þar eð félagi hans í rannsóknardeild óleystra glæpamála var að fara í langt leyfi. Þá fengi Bennet tækifæri til að rannsaka málið upp á eigin spýtur.
Hann leit á téðan félaga sinn, Vaughn Cooper, sem hallaði sér upp að dyrastafnum á skrifstofunni þeirra og talaði lágt í farsímann.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is