Flýtilyklar
Patricia Kay
Mágkonan tilvonandi
Published
5. mars 2010
Lýsing
Stephen Wells gretti sig þegar hann heyrði farsímann sinn hringja. Fjandinn. Hann hafði ætlað að slökkva á þessu leiðinda tæki áður en hann færi inn á skrifstofuna hjá Jake Burrow því hann vissi hvað sá gamli þoldi illa truflanir. Sérstaklega farsíma. Eins og við var að búast varð Jake reiðilegur á svipinn.
–Fyrirgefðu, sagði Stephen og tók símann úr vasanum. Hann ætlaði að slökkva en sá hvaða númer var á skjánum.
Caroline? Hann horfði afsakandi á Jake og sagði lágt: –Ég verð enga stund, stóð upp og gekk fram.