Rachel Dove

Sonur bráðaliðarins
Sonur bráðaliðarins

Sonur bráðaliðarins

Published Júní 2023
Vörunúmer 423
Höfundur Rachel Dove
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Fyrsta útkallið kom þrjátíu og sjö sekúndum eftir að morgunvaktin hófst. Annabel fagnaði því. Hún hafði
átt erfiðan morgun og kaffið var naumast byrjað að hafa áhrif.
–Heathrow-flugvöllur, flugstöðvarbygging tvö, fall eftir svima. Komufarþegi frá Finnlandi, engin saga enn.
Sextíu og tveggja ára gamall karlmaður. Hugsanlegir höfuðáverkar eftir fallið.
–Drífum okkur, sagði Annabel og brosti við félaga sínum í sjúkraflutningunum. Síðan kveikti hún á sírenunni og spennti beltið. –Ég þarf að bæta úr þessum ömurlega morgni með einhverjum hætti, til dæmis með því að bjarga mannslífi.
Tom, sem hafði verið félagi hennar lengi, ók út af sjúkrabílastæðinu. Penny á skiptiborðinu veifaði í kveðjuskyni þegar þau keyrðu út á götuna. Morgunumferðin var að mestu liðin hjá.
–Aidan? spurði hann og sendi henni samúðarfullt auganráð.
Tom var gersemi. Hún gat ekki annað en verið opinská við hann þegar þau voru í vinnunni. Nú leit hún á
hann og ranghvolfdi augunum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is