Flýtilyklar
Rachel Lee
Brostin hjörtu
Lýsing
Hope Conroy sat á Borgarmatstofunni í Conardborg í Wyomingríki og beið eftir Jim nokkrum Cashford. Hún hafði sjaldan verið jafn taugaóstyrk á ævinni.
Hún þurfti á starfinu að halda. Fjölskylda hennar hafði lokað greiðslukortareikningunum hennar, hún var með síðustu hundrað dalina í veskinu sínu og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka ef þessi náungi réði hana ekki í vinnu.
Hún hafði ekki skipulagt flótta sinn vel, en það hafði verið mikilvægt fyrir hana að komast burt frá Dallas sem allra fyrst.
Hún hafði ekki þolað þrýstinginn stundinni lengur.
Ósjálfsrátt lagði hún höndina á kviðinn á sér, sem fæstir aðrir en hún tóku eftir að var stærri en venjulega. Hún fann stundum smáhreyfingar inni í sér, sem minntu á sápukúlur sem sprungu. Hún var reiðubúin gera hvað sem var fyrir þetta
barn, annað en að giftast manninum sem hafði nauðgað henni.
Hversu mikið skyldi hún þurfa að segja þessum Cashford?
Í auglýsingunni hafði hann sagt að sig vantaði fóstru fyrir þrettán ára gamla dóttur sína. Ef til vill þætti honum þunguð,
ógift kona ekki vera nægilega gott fordæmi fyrir barnið. Hann tæki eftir bumbunni áður en langt um liði. Brátt vissi allur heimurinn að hún gengi með barn.
Einhvern veginn varð hún að útskýra þetta allt saman. Það
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók