Flýtilyklar
Rachel Lee
Leyndardómar óbyggðanna
Lýsing
Dagur 20
Veðurspáin varaði við brjálaðri stórhríð sem færast átti inn yfir Conard hérað í Wyomingfylki á næstu tveimur sólarhringum. Allan Carstairs hafði því drifið sig út til að svipast um eftir strokudýrum og öðrum flækingsdýrum. Hitastigið hríðfélli
þegar kvölda tæki og kuldinn var nægilega slæmur þó svo að stórhríðin bættist ekki í ofanálag. Hitastig langt undir frostmarki fór ekki vel í dýr sem vön voru herbergishita inni á heimilum fólks.
Þegar spáð var versnandi veðri hélt hann því út til að svipast um eftir strokudýrum og sömuleiðis hafði vörubílstjóri látið vita af kattafjölskyldu sem skilin hafði verið eftir í vegkanti þarna á svæðinu.
Skyndilega kom hann auga á Þoku, undurfallega gullinbrúna labradortík sem hljóp í hringi um hundrað metra utan við girð-
inguna sem afmarkaði búgarð Harris fjölskyldunnar. Hann undraðist að sjá hana svona langt að heiman. Avilas fjölskyldan
gætti þess jafnan að hafa Þoku bundna en hún var þó hreinasti snillingur að strjúka að heiman. Líklega hafði eitthvert barnanna hleypt henni út í bakgarðinn til að pissa, gleymt að fylgjast með henni og hún stokkið yfir gerðið. Fram til þessa hafði hún þó aldrei farið lengra en að bæjarmörkunum.
Al lagði bílnum í vegkantinum, teygði sig í hundaólina og sté út. Hann brosti með sjálfum sér þegar Hnoðri stökk upp á
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók