Flýtilyklar
Rachel Lee
Piparsveinninn
Lýsing
Blaine Harrigan varð ekki glaðasti maðurinn í Conardsýslu þegar hann frétti að ráðinn hefði verið nýr skipulagsstjóri.
Árum saman hafði staðan verið laus. Aðalskipulagið var að minnsta kosti tíu ára gamalt og Blaine, sem hafði
séð um verkfræðistarfsemi fyrir sýsluna, vissi vel að það þarfnaðist uppfærslu og endurbóta. Hann þurfti líka á einhverjum að halda milli sín og skipulagsnefndarinnar, sem var aðallega skipuð bæjarfulltrúum og sýslunefndarfólki.
Ekki léttu dálitlir hagsmunaárekstrar honum lífið.
Nefndarmenn skeyttu oft engu um skipulagið, þar eð það var gamalt og úrelt.
Þegar Blaine frétti að Diane Finch hefði verið ráðin til starfa las hann ferilskrána hennar og stundi af feginleik.
Hún virtist vera afar hæf og fékk góð meðmæli frá fyrrverandi vinnuveitendum sínum í Des Moines í Iowa. Enn
betra var þó að hún var áreiðanlega fær um að standa með honum uppi í hárinu á svokölluðum skipulagsnefndum, sem sköruðu eld að eigin köku og gættu eigin hags
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók