Rachel Lee

Stórbóndinn
Stórbóndinn

Stórbóndinn

Published Júní 2018
Vörunúmer 389
Höfundur Rachel Lee
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Holly Heflin gekk inn á lögmannsstofuna í Conardborg taugaóstyrkari en hún hafði verið lengi og var hún þó vön ýmsum óþægilegum kringumstæðum.
En þetta var annars eðlis. Nú átti að lesa erfðaskrá gamallar frænku hennar. Holly var eini erfinginn, eftir því sem hún vissi best, þannig áhyggjur hennar snerust ekki um það.
Hún hafði lent í Denver eftir langt og þreytandi flug, leigt ódýrasta bílinn sem hún gat fundið og ekið beinustu leið hingað á þennan fund. Hún var þreytt, svekkt og þjökuð af árásum minninganna. Það var eitthvað svo endanlegt við það að standa í þessum sporum.
Ekki var auðvelt að koma aftur til Conardsýslu, en hún átti góðar minningar um heimsóknir til frænku sinnar úr bernsku og æsku. Þær höfðu byrjað að flæða yfir hana um leið og sveitirnar gerðust kunnuglegar. Doðinn, sem hún hafði haft alveg frá því að hún frétti af andláti Mörthu, hafði um leið breyst í einskæra sorg.
Martha hafði verið síðasti eftirlifandi ættinginn hennar og eftir lát hennar hafði einsemdin skollið á Holly á alveg nýjan
hátt.
Öllu þessu ýtti hún frá sér meðan hún talaði við unga

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is