Flýtilyklar
Rachel Lee
Sveitasöngvarinn
Lýsing
ð utan var íbúðarhúsið á búgarðinum ósköp venjulegt að sjá.
Það var stórt og nýmálað og fyrir framan það stóð breiður pallur.
Inni var þó ekkert venjulegt við húsið. Það leit út eins og það hefði verið klippt út úr tímariti um hús og innbú.
Enn voru tíu vikur til jóla. Abby þurfti því ekki að sjá um skreytingar. Og um jólin vonaðist hún til að eiga betri og skýrari
framtíðaráætlanir.
Hún hafði varið meira en heilli viku í að þrífa húsið, ganga frá eftir endurhönnunina, þurrka ryk úr hverjum króki og kima
og séð til þess að viðurinn glansaði og speglarnir gljáðu.
Þetta hafði verið mikil vinna. Hún hafði hreyft við vöðvum sem hún hafði ábyggilega ekki notað býsna lengi, en nú var
húsið að minnsta kosti tilbúið fyrir nýja íbúann.
Það var hún hins vegar ekki.
Hún hafði aldrei hitt vinnuveitandann sinn. Það hafði verið óvenjulegt fyrir hana að vera ráðin af starfsmanni Rorys McLane, en sjálfsagt ekki fyrir hann. Hann var sveitatónlistarstjarna og hafði áreiðanlega efni á starfsmönnum. Jafnvel einkaþjónum.
Hún flissaði er hún hugsaði um að ef til vill hefði einhver þann starfa að klæða hann og afklæða. Hún hafði ekki flissað mikið að undanförnu.
Og nú beið hún komu yfirmannsins.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók