Flýtilyklar
Brauðmolar
RANCHO Eperanca
-
Flókin fortíð
Marissa Garcia beygði sig yfir töskuna sína, sem lá á bak við búðarborðið í Kleinuhringjabúð Dörlu, og tók
farsímann upp úr henni.
Síðan rétti hún úr sér og sendi skilaboð: Er nokkuð að frétta?
Hún beið átekta og þegar hún fékk ekkert svar lagði hún símann á borðið við hliðina á kaffivélinni. Hún hlyti að frétta eitthvað fljótlega.
Litla bjallan á hurðinni klingdi þegar útidyrnar voru opnaðar.
Svo heyrði hún rödd roskins karlmanns. –Hér er nú aldeilis indæll ilmur. Ég vildi að ég gæti unnið með þér
allan daginn, Marissa.
Hún hló. –Ég veit það. Mér þykir alltaf leiðinlegt að fara héðan, jafnvel þegar vinnudagurinn er búinn.
Carl Matheson var hálfáttræður og hafði barist í tveimur styrjöldum, seinni heimsstyrjöldinni og Persaflóa stríðinu. Hann var einn af athyglisverðustu íbúum Fairborn og eftirlætisviðskiptavinur Marissu.
Hún brosti hlýlega til hans. –Góðan dag, ofursti.
Hvernig hefurðu það?
–Ég get ekki kvartað.
Ofurstinn var hrukkóttur í framan með falleg, blá augu og skeggbrodda á hökunni. Hann deplaði til hennar auga
og brosti er hann ýtti rauðu göngugrindinni sinni inn eftir gólfinu og að glerborðinu í afgreiðslunni.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ógleymanleg nótt
Clay Hastings sat við stóra og mikla eikarskrifborðið á skrifstofu sinni á búgarði fjölskyldunnar og var að fara
yfir lagaskjal. Hann var niðursokkinn í skjalið þegar dyrnar voru opnaðar og faðir hans kom inn án þess að banka.
Hann hélt á kristalsglasi með eftirlætisviskíinu sínu.
Adam Hastings baðst ekki afsökunar á ónæðinu frekar en venjulega. Hann tilkynnti bara ástæðuna fyrir því. –Þú
þarft að fljúga til Randolph í Koloradó í kvöld, Clayton.
Ég sagði flugstjóranum að gefa upp flugáætlunina og fylla á þotuna.
–Hvað er um að vera?
–Ég var að tala við einkaspæjarann minn í símann.
Hann sagði að Alana Perez væri á málþingi naugriparæktenda þar. Ég hef gert henni nokkur mjög góð kauptilboð í búgarðinn, en hún fellst ekki á neitt þeirra. Nú svarar hún ekki einu sinni þegar ég hringi.
Clay hallaði sér aftur í skrifborðsstólnum og krosslagði hendurnar. –Hún vill greinilega ekki selja.
–Það skil ég vel. En rannsóknin leiddi í ljós að Lazy M er í niðurníðslu og þarfnast mikilla viðgerða og viðhalds.
Þar á ofan veit þessi Perez-kvenmaður ekkert um búrekstur. Það er ekkert vit í því fyrir hana að halda í eign
sem hún hefur ekki efni á. Þess vegna vil ég að þú hittir
hana augliti til auglitis og sannfærir hana um að hagsmunum hennar væri best borgið með því að selja mér jörðina.
Faðir Clays hafði byggt upp mikið nautgriparæktarveldi í Texas. En af ástæðum sem hann hafði enn ekkiEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Okkar á milli
Vaktin hennar Callie Jamison á kaffihúsinu Lævirkjanum hafði verið svo annasöm að hún hafði varla náð að kasta
mæðinni, hvað þá kanna hvort hún hefði fengið einhver símaskilaboð. Það var ekki fyrr en klukkustund áður en
vaktinni átti að ljúka sem hún tók sér stutt hlé og skaust út um aðaldyrnar.
Hún settist á bekkinn vinstra megin við dyrnar. Hann var gerður úr smíðajárni og eik og stóð undir hvítu og
bláröndóttu skyggni. Síðan tók hún upp farsímann sinn, gamlan samlokusíma sem var hundleiðinlegur þegar senda
þurfti textaboð. En hún gat ekki kvartað. Hún hafði misst snjallsímann sinn ofan í fullan vask af sápuvatni og óhreinu
leirtaui í mars og ekki viljað taka fé út af sparireikningnum sínum til að kaupa nýjan.
Hún opnaði símann og gáði. Nokkur skilaboð höfðu borist síðan hún fór í vinnuna. Þau nýjustu voru frá lækn
inum hennar.
Hún átti tíma hjá Patel klukkan 9 morguninn eftir. Einmitt. Hún hefði hvort eð er ekki gleymt því. Hún
hafði hitt hjúkrunarfræðinginn fyrir nokkrum vikum, en þetta yrði fyrsta heimsókn hennar til læknisins síðan hún
fluttist til Montana og hún hafði þegar beðið um frí þennan dag. Hún eyddi því skilaboðunum og las þau næstu.
Þau hljóðuðu svo: Ekki gleyma að sækja Skálk til hundasnyrtanna. Þeir loka klukkan 16:30.
Þó að Callie hefði verið svolítið úti á þekju upp á síðkastið hafði Alana, vinkona hennar, ekki þurft að minna hana áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.