Flýtilyklar
Brauðmolar
Rebecca Winters
-
Tvöföld hamingja
Savakis læknir? Þakka þér fyrir að taka á móti mér svona í
lok dags. Þegar Creer, læknirinn minn í Fíladelfíu sagði mér
að ég gengi með tvíbura þá kom það mér svo sannarlega á
óvart. Þú veist það líklega ekki en frá því ég hitti þig síðast,
áður en ég fór frá Aþenu, þá sótti ég um skilnað. Hann gengur
í gegn eftir nokkra daga.
Læknirinn hennar, sem var sérfræðingur í ófrjósemi, hristi
sköllótt höfuðið.
–En leitt að heyra þetta eftir svona ánægjulega útkomu frú
Petralia. Ég man hversu glöð þið voruð þegar þið fenguð að
vita að ofnæmisvandamálið þitt myndi ekki hafa áhrif á getu
þína til að verða barnshafandi. Nú þegar þú ert þunguð, þá
þykir mér ákaflega leitt að fá þessar fréttir.
Engum gæti þótt þetta eins leitt og henni en hún vildi ekki
ræða það.
–Ég á enn eftir að segja eiginmanni mínum frá þessu en ég
vil helst ekki gera það í gegnum síma. Þess vegna er ég hérna
í Grikklandi í nokkra daga.
–Ég skil.
–Mig langaði til að hitta þig og leyfa þér að fylgjast með
hvernig aðgerðin heppnaðist. Eftir allt það sem við höfum
gengið í gegnum saman þá langaði mig vitanlega til að þakka
þér fyrir.
Hún fékk kökk í hálsinn. –Það hefur verið draumur minn að
eignast barn. Þrátt fyrir að hjónabandinu sé lokið þá er ég alsæl með þessar fréttir. Leandros verður mjög hamingjusamur
líka. Eins og þú veist þá lést fyrriVerð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr. -
Kraftaverkabarnið
Fran Myers horfði á landslagið sem birtist við hverja beygju
strandvegarins. Asúrblátt Eyjahafið blasti við, hvítu strandirnar voru langar og dökkgræn furutrén skammt frá. Þetta
virtist óraunverulegt. Dökk ský voru á ólgandi himninum og
gerðu landslagið enn dramatískara. Litadýrðin var stórfengleg.
–Ég vissi ekki að gríska rivíeran væri svona falleg, Kellie.
Þetta er ótrúlegt.
–Þess vegna byggði maðurinn hótelið þar sem við verðum
næstu dagana. Persephone-hótelið er nýjasta afdrep hinna
ríku, sem hafa efni á kyrrð og ró í fullkomnum munaði.
Þetta var svo fallegt umhverfi að þær upplýsingar komu
Fran ekkert á óvart. –Komstu þess vegna með mig hingað,
alla leið frá Aþenu? Af því að þú telur mig þurfa kyrrð og
ró?
–Þvert á móti. Margir konungbornir koma hingað í frí. Ég
vona að þú hittir einhvern einhleypan og myndarlegan. Þið
munuð horfast í augu og það verður ást við fyrstu sýn.
–Það gerist aldrei, ekki eftir fyrsta hjónabandið mitt.
Besta vinkona Fran frá því í barnæsku brosti til hennar.
–Ekki verða hissa á því, Kellie.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK870 kr.