Flýtilyklar
Brauðmolar
Riddarar réttvísinnar
-
Bannvæn svikráð
Mason einsetti sér að taka betur eftir þegar aðstoðarmanneskja hans veldi dagsetningu á árlega haustferð fyrirtækisins á næsta ári. Það var frekar erfitt að leika örláta yfirmanninn á dánardægri óleysts morðs bróður síns. Aftur á móti, þá hafði hann kannski gott af þessari samveru og að búa til betri minningar á þessum degi. 13 kílómetra löng leiðin á milli Smokey-fjallanna rétt austan við Tennessee var stórkostleg. Það skemmdi ekki að ferðast um í átta feta löngum hestvagni og fylgjast með haustlaufunum leika um í golunni. Það var mikill munur á þessu umhverfi og heimabæ hans í Louisiana, þar sem allt var sígrænt með miklum mýrum og flóum og ekki fjall í augsýn. Það eina sem hafði bjargað geðheilsu hans var að flýja daglega áminningu um hans fyrra líf og flytja hingað. Líka að hafa geta ráðið fólk í vinnu sem hafði gengið í gegnum það sama og hann. Að gert var útum starfsferil þeirra innan lögregluembætta landsins vegna rangra eða ósanngjarnra ákvarðana ráðamanna. Fyrirtækið Riddarar réttvísinnar gaf þeim öllum
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Banaráð
Manning fjölskyldan gekk út úr gjafavöruversluninni, þau voru í fylgd sex öryggisvarða, þeirra á meðal voru þeir Randy Faulk og Jack Thompson. Þeir höfðu verið samstarfsmenn Bishop þegar hann vann hjá leyniþjónustunni fyrir löngu. Með þeim voru þrír núverandi samstarfsmenn Bishop úr röðum Riddara réttvísinnar. Riddararnir höfðu verið ráðnir til að styðja við leyniþjónustuna á meðan á heimsókn þessa mikilvæga fólks til bæjar þeirra stóð. Honum var tilkynnt í gegnum heyrnatækin að búið væri að ná grunsamlega aðilanum og verið væri að yfirheyra hann. Það þýddi samt ekki að fyrrverandi forsetinn væri óhultur, miðað við slæmu tilfinninguna sem Bishop var með í maganum. Hann fylgdist með hinum grunsamlega aðilanum. Sá var ekki nálægt Manning og var ekki á leið í áttina að honum en Bishop var samt ekki rólegur. Það var eitthvað ógnvænlegt í loftinu. Bishop jók hraðann og skokkaði létt til þess að hafa í við þann grunsamlega. Maðurinn var kominn á svæðið sem var lengst frá forsetanum, þar sem minnsta öryggisgæslan var. –Svæði fimm, sagði hann í samskiptatækið. –Hver er að vakta það svæði? Það átti að vera að minnsta kosti einn að vakta það svæði en það svaraði honum enginn. Maðurinn gekk upp smá hæð og hvarf inn á milli tveggja verslana.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Á slóð raðmorðingja
–Dalton og Hayley söknuðu þess að sjá þig ekki í brúðkaupinu þeirra í síðustu viku, sagði Mason á meðan hann gekk við hlið hans. –Já, jæja. Ég hafði bara ekki tíma til að æfa nýjustu danssporin. Hann nam staðar við glerrennihurð og henti tómri bjórdósinni í endurvinnslutunnu. Þegar hann teygði sig eftir húninum hallaði Mason sér framhjá honum og hélt hurðinni lokaðri. Bryson blótaði. –Hvað viltu mér eiginlega? –Ég vil að þú komir og sinnir starfi þínu. Það kom nýr viðskiptavinur til Camelot í gær og hún bað sérstaklega um aðstoð þína. Hann hnussaði. –Heldurðu virkilega að ég trúi því að hún hafi beðið um úrsér genginn fyrrverandi atferlisfræðing hjá FBI svo hann geti klúðrað máli hennar og verið valdur að einn einu dauðsfallinu? Mason hallaði sér upp að dyrunum. – Þetta er ekki neitt smá samviskubit sem er að plaga þig eða ertu bara að svona fullur af sjálfsvorkunn? Hann benti á hjólastólinn. –Ef þú myndir hafa fyrir því að mæta í endurhæfingartímana þá værirðu löngu laus úr þessum. Góði vertu ekki svona undrandi á svipinn, það er ég sem greiði fyrir sjúkratryggingar þínar og sé það sem er rukkað fyrir. Það hefur verið skuggalega lítið rukkað fyrir sjúkraþjálfun upp á síðkastið. Þú hefur gefist upp Bryson, mín spurning er þessi: Hvers vegna?
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Kúrekinn
Kaldir fingur Hayley héldu krampataki utan um skammbyssuna sem hún var með í jakkavasanum á meðan hún klöngraðist í átt að húsinu sem líktist meira kastala en sumarbústað. Ískalt regnið reif og sleit í hana, það var eins og það leitaði uppi bera húð hennar í refsingarskyni fyrir það sem hún var að fara að gera. Það var bara ekki í boði að hörfa til baka í jeppann sem hún hafði lagt hálfum kílómetra í burtu. Hún gat heldur ekki hugsað sér að snúa til baka í bílinn að svo komnu því þá myndi hún sennilega breytast í ísleðjustyttu. Var það samt ekki svolítið mótsagnakennt – að líta á heimili morðingja sem skjól? Elding lýsti upp yfirgnæfandi bygginguna með turnunum tveimur, Smokey fjöllin í Tennesse römmuðu svo umhverfið inn eins og póstkort. Það var virkilega fallegt þarna ef fólk kunni að meta kastalaumhverfið frekar en hefðbundna bjálkakofana sem dreifðust um hlíðar Gatlinburg. Það var meira að segja hægt að ímynda sér að þetta væri ævintýrakastali og hún álfaprinsessa og inni biði hennar myndarlegur riddari sem myndi bjarga henni, það er að segja þangað til
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.