Flýtilyklar
Brauðmolar
Rita Herron
-
Slóðin rakin
Herra, viltu ná mömmu úr fangelsinu? Colt Mason leit upp frá skrifborðinu sínu hjá Verndarenglum og starði undrandi á litla dökkhærða strákinn.Hann var varla nema fimm eða sex ára.–Ég á ekki mikið af peningum, sagði strákurinn og lyfti svo sparibauk upp á skrifborð Colts. Það glamraði í peningunum í bauknum þegar drengurinn ýtti honum til Colts. –En þú mátt eiga allt ef þú hjálpar mér.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Týndi tvíburinn
Óttinn herpti saman hálsinn á hinni fimm ára gömlu Söru Andrews Hún sá tvíburasystur sína hlaupa grátandi burt frá gamla timburhúsinu, í átt að skóginum. –Hjálpaðu mér, grét Cissy. –Hann ætlar að meiða mömmu! Vindurinn gnauðaði og hristi trén. Laufblöðum rigndi niður. Hundur ýlfraði í fjarska. Svo drundi þruma. Nei, ekki þruma. Þetta var stóri, ógnvekjandi maðurinn að koma niður þrepin. –Cissy! öskraði skrímslið. –Komdu aftur hingað.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Órjúfanleg bönd
Veggir og gólf sjúkrahússins skulfu við drynjandi sprenginguna sem vakti Ninu Nash. Hvað gerðist? Hafði hana verið að dreyma, eða hafði þetta verið sprenging? Óp og köll bergmáluðu skyndilega um gangana og hún heyrði fótatak fólks sem hljóp um fyrir utan stofuna hennar. Einhversstaðar rann matarvagn til og gler brotnaði.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Stærsta jólagjöfin
–Brianna, ég er hrædd. Ef eitthvað kemur fyrir mig, hvíslaði Natalie Cummings, –lofaðu mér að þú sjáir þá um barnið. –Það kemur ekkert fyrir þig. Brianna Honeycutt kreisti hönd bestu vinkonu sinnar þegar hún lagði bílnum við neyðarinngang sjúkrahússins. Natalie fékk hríðir og hún fór að anda samkvæmt Lamaze kerfinu en takið um hönd vinkonunnar varð óþægilega fast.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Sannur lagavörður
Rannsókninni er ekki lokið, sagði Wyatt Colter, undirforingi Lagavarðanna við litla hópinn sem var samankominn í dómsal Comanche Creek. Enn á eftir að handsama morðingja. Cabe Navarro, aðstoðarvarðstjóri Lagavarðanna, hleypti í brýrnar. Síst af öllu vildi hann vera kominn aftur í gamla heimabæinn sinn. Þegar hann hafði farið þaðan fyrir mörgum árum, hafði hann svarið að koma aldrei aftur
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Bræðrabönd
Þessi fréttatilkynning var að berast... gefin hefur verið út barnsránsviðvörun vegna Hank Forte sem er sex ára. Hank sást síðast á sveitamarkaðnum í Amarillo. Brody Bloodworth fékk sting í hjartað þegar mynd af drengnum birtist á skjánum. Litli drengurinn var ljóshærður, í svörtum stuttermabol, gallabuxum og kúrekastígvélum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Á slóð raðmorðingja
Óttinn var nagandi. Hafði hún tekið ranga beygju? Hún fálmaði í servíettuna sem hún hafði skrifað leiðbeiningarnar á og reyndi að lesa ójafna skriftina sína en það var of dimmt að sjá nokkuð. Bílljósin lýstu á tréskilti framundan. Skilti sem bauð hana velkomna til BBL. Örvarnar sýndu að aðalbyggingin var til vinstri. Þar var ráðgjafamiðstöðin og heilsugæsla staðarins.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Ástin sigrar
Niðurstaðan var væntanleg. Svitinn perlaðist á hálsinum á Miles McGregor rannsóknarlögreglumanni. Hann vonaði svo innilega að þetta væri sektardómur. Robert Dugan átti það skilið að deyja. Hann hafði fram að þessu myrt fjórar konur, með grimmdarlegum hnífstunguárásum og fórnarlömbin höfðu verið skilin eftir á valdi náttúruaflanna, látnar kveljast þar og blæða út, aleinar og hræddar.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kúreki í háska
Carter Flagstone myndi fyrr deyja en að fara aftur í fangelsið. Sem gæti gerst ef hann kæmist ekki að því hver kom sökinni á hann fyrir morðið. Hann sneri sér í bælinu, sem hann hafði búið sér til í ónotaðri hlöðu á Bucking Bronc Lodge búgarðinum, andaði að sér heylyktinni, ferska loftinu og frelsinu.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr. -
Kúreki af bestu gerð
–Carter slapp úr fangelsinu. –Ha? Hjarta Brandons Woodstock byrjaði að slá örar þegar hann heyrði áhyggjurnar í rödd besta vinar síns. –Hvernig? –Ég veit ekki öll smáatriðin enn, sagði Johnny og var greinilega spenntur. –Eftir ródeóið fór ég að hitta hann í fangelsinu og lét hann fá símanúmer einkaspæjara sem ég réði til að rannsaka mál hans.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.