Flýtilyklar
Brauðmolar
Rita Herron
-
Skuggar fortíðar
Stone Lawson lögreglustjóri seig niður í stólinn og starði á bréfið sem var merkt: „Til eldri útgáfunnar af mér“. Hann
hafði opnað tímahylki á vígsluhátíðinni daginn áður og dregið upp bréf sem bekkjarfélagar hans höfðu skrifað sjálfum sér til að spá fyrir um hvernig líf þeirra yrði mörgum árum síðar.
Hann hafði lofað sjálfum sér því að feta í fótspor pabba síns og ganga í lögregluna. Hann hafði haldið að hann yrði búinn að eignast konu og slatta af strákum, sitt eigið fótboltalið, en það hafði allt breyst daginn sem skotárásin var framin. Daginn sem Mickey, litli bróðir hans, hafði orðið blindur eftir að hafa fengið skot í sig.
Stone kreppti hnefana. Hann var eldri bróðirinn og hefði átt að vernda Mickey.
Hann fann sektarkenndina blossa upp í hvert sinn sem hann sá Mickey eða talaði við hann. Þeir höfðu verið miklir vinir
þegar þeir voru að alast upp, spilað fótbolta og farið saman að veiða, en svo hafði framtíð Mickey breyst snögglega. Hann lokaði augunum og sá bróður sinn fyrir sér berjast fyrir lífi sínu, kyngdi svo sársaukanum og hringdi í Mickey.
Hann svaraði ekki og Stone varð áhyggjufullur. Vonandi var Mickey ekki blindfullur. Hann var farinn að drekka allt
of mikið.
Aðstoðarlögreglustjórinn stakk höfðinu inn fyrir gættina.
–Lögreglustjóri, Hazel LeCroy var að hringja. Hún sagði að einhver hefði brotist inn í veðlánarabúðina og stolið byssu.
Það gat ekki boðað gott.
Hann lét aðra á stöðinni vita af því hvert hann var að fara og fór út í bíl. Hann var með slæma tilfinningu fyrir þessu.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Sannleikurinn
Þau voru öll sek.
Reiðin ólgaði í honum meðan hann las boðskortið sem hann hélt á:
Þér er hér með boðið á vígsluathöfn nýja framhaldsskólans í Briar Ridge.
Taktu þátt í því að vígja bygginguna með okkur.
Hún verður tileinkuð minningu þeirra sem létust í skotárásinni í framhaldsskólanum í Briar Ridge og
við skulum fagna nýju upphafi.
Kate McKendrick,
skólastjóri framhaldsskólans í Briar Ridge.
Hann kreppti hnefana. Fyrir 15 árum síðan hafði skotárásin í skólanum klofið bæinn. Fjórir nemendur höfðu látist og einn kennari og margir særst. Ned Hodgins, sem stóð fyrir árásinni, hafði síðan skotið sig.
Bekkjarfélagar hans höfðu verið í áfalli. Engum hafði dottið í hug að Ned gæti gert eitthvað þessu líkt en allir höfðu verið of uppteknir á íþróttaleikjum, dansleikjum og í félagslífinu til að taka eftir því að Ned var illa staddur.
Að aðrir voru líka skildir útundan.
Hann opnaði árbókina og klippti út myndirnar af öllum þeim sem höfðu ekki komið vel fram við Ned. Gert eitthvað á hlut hans. Hann lagði myndirnar skipulega á eldhúsborðið.
Þau voru öll svo vinsæl. En eigingjörn.
Hann bankaði á myndina af Kate með fingrinum. Hún hafði viljað láta rífa gamla skólann. Eyðileggja fortíðina. Þurrka hana burtu eins og ekkert hefði gerst.
Hún varð að gjalda fyrir það.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Eldsvoði
Fyrir fimm árum, í Whistler í Norður-Karólínu.
Sjúkrahúsið stóð í björtu báli.
Skelfingaróp heyrðust. Slökkviliðsmenn og bráðatæknar þustu að til að slökkva logana og aðstoða særða og veika og koma þeim í öruggt skjól. Þeir höfðu verið við vinnu sína í hálftíma, alveg síðan viðvörunarbjallan gall.
Hjúkrunarfræðingurinn Peyton Weiss fylgdi síðasta sjúklingnum út af bráðamóttökunni. –Komdu, ljúfan, sagði hún og hjálpaði rosknu konunni að setjast í hjólastól. –Við þurfum að hafa hraðan á.
Litla konan var grátandi og ringluð og hendur hennar skulfu, en Peyton hvíslaði að henni hughreystingarorðum meðan hún ýtti stólnum út um neyðarútganginn. Grasflötin var full af sjúklingum,
áhyggjufullum ættingjum og starfsfólki spítalans, auk fjölmiðlamanna. Hún var hálfgert jarðsprengjusvæði, þakið skelfdu og særðu fólki.
Hjartað sló ört er hún skildi gömlu konuna eftir í höndum bráðatæknis og svipaðist um eftir móður sinni. Margaret Weiss hafði verið lögð inn með lungnabólgu fyrir viku.
Sama dag hafði kona Barrys Inman dáið á bráðadeildinni.
Skelfingu lostin þaut Peyton yfir flötina og kannaði rúm, hjólastóla og börur. Enda þótt starfsfólk spítalans hefði reynt að koma öllum út á skipulegan hátt hafði hálfgerð ringulreið tekið við þegar eldurinn breiddist út.
Hana sveið í augum af völdum reykjarins.
Tvennt hafði þegar fengið alvarleg brunasár.
Kona nokkur öskraði hástöfum. Hún fann ekki barnið sitt.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hefndarslóð
Hún setti derhúfuna á höfuðið og gerði hvað hún gat til þess að halda sig í skugganum. Gekk svo út í bíl og ók í burtu frá bensínstöðinni. Stór og þrekvaxinn maður í hettupeysu fylgdist með henni þar sem hann stóð við eina bensíndæluna.
Hún fékk hnút í magann. Hafði Robert borgað einhverjum fyrir að elta hana?
Kuldahrollur hríslaðist um hana svo hún steig ákveðið á bensíngjöfina og þaut út á hraðbrautina. Í öngum sínum leit hún í spegilinn til þess að athuga hvort maðurinn væri á hæla hennar en svo var ekki sem betur fór.
En þrátt fyrir þetta bærðust alls kyns tilfinningar í brjósti hennar, ótti og jafnvel örvænting. Hún hafði yfirgefið íbúðina sína, pakkað öllu í skyndi og drifið sig burt. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig hún ætlaði að fara að því að hefja nýtt líf en fyrst varð hún að komast burt frá honum.
Nálgunarbannið sem hún hafði fengið hafði engin áhrif á hann.
Hann hafði einfaldlega leitt það hjá sér og haldið áfram að hóta henni. Hann hafði lofað henni því að hún myndi fá að gjalda fyrir það ef hún færi frá honum.
Síðan hafði hann bundið hana fasta og skilið hana eftir allsnakta og aleina. Hann hafði horfst í augu við hana og sagt
henni að hún yrði að læra að vera almennileg eiginkona.
Þau voru ekki gift. Hún hafði hafnað bónorði hans og gert nokkrar tilraunir til þess að ljúka þessu sambandi.
Hann hafði þverneitað að fallast á það að þessu væri lokið.
Loks þegar henni hafði tekist að losna úr fjötrunum hafði hún drifið sig í burt og gist á ódýru hóteli við hraðbrautina. Hún var skelfingu lostin og vissi í raun ekki hvert hún var að fara. Lögreglan hafði sagt henni að hún gæti ekki aðstoðað hana nema hann skaðaði hanaEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Nær dauða en lífi
Hún snerist í hringi og leitaði að skilti sem vísaði að veginum.
Ekkert nema fleiri tré og rísandi fjallið fyrir framan hana.
Það brakaði í snjónum þegar hún gekk og allt í einu brotnaði grein og féll fyrir framan hana. Hún datt um hana, hún reyndi að grípa í eitthvað til að minnka fallið. Hún greip í grófan börkinn á eikartré og rispaði á sér lófana. Hnén sukku niður í djúpan snjóinn og fötin hennar voru rök og köld.
Hún var ekki í úlpu, ekki með húfu né vettlinga.
Hún skalf og leit í kringum sig, leitaði að stað. Einhverjum stað þar sem hún gæti falið sig fyrir honum.
Skyndilega heyrði hún djúpa rödd. –Þetta er búið! Þú sleppur ekki.
Nei... öskraði hún innra með sér. Hún varð að komast undan.
Eitthvað sagði henni að hann myndi drepa hana ef hann næði henni.
Klakinn festist við fötin hennar þegar hún reyndi að klöngrast áfram í gegnum snjóinn. Eitt skref. Annað skref. Hún sá stíg fyrir framan sig, kannski myndi hann leiða hana að veginum.
Eða alla vega eitthvert skjól. Stað til að fela sig á.
Hún heyrði dýrahljóð í fjarska. Sléttuúlfur? Villiköttur?
Það voru örugglega birnir í þessum fjöllum.
Annað skref og annað. Hún festi stígvélið í gróðri. Hún riðaði og greip í eitthvað til að halda í. Neglurnar grófust inn í
börkinn á litlu tré. Hún faðmaði það og tók andköfEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Dularfullt brottnám
Litla dóttir hennar var fullkomin.
Hún lagði á minnið hvert einasta smáatriði í andlitsdráttum hennar, örsmátt nefið og spékoppana og líka fingur og tær.
–Hún er fegursta barn sem ég hef nokkurn tíma séð, hvíslaði hún.
–Hún er eins og engill, muldraði Drew.
Cora brosti. Hún var þakklát fyrir það að hann virtist líka hamingjusamur. Þegar hún hafði fyrst sagt honum að hún væri ólétt hafði hann ekki tekið því vel. Hann óttaðist að þau hefðu ekki efni á að eignast barn og svo hafði hann áhuga á að gerast meðeigandi í lögfræðifyrirtæki. Hún hafði fullvissað hann um að þau réðu við að eignast barn en hann var engu að síður áhyggjufullur yfir fjárhagnum.
Síminn hans hringdi. Hann leit afsakandi til hennar. –Fyrirgefðu, ég verð að svara þessu.
Hann hraðaði sér út úr stofunni og Cora kyssti Alice á kinnina og strauk henni blíðlega.
Fáeinum mínútum síðar birtist Lisa, hjúkrunarfræðingurinn sem hafði aðstoðað við fæðinguna.
–Við verðum að taka hana og skoða hana ögn nánar. Hún klappaði Coru á annan fótlegginn. –Ég kem aftur með hana eftir augnablik. Þú ættir að reyna að hvílast.
Cora hélt Alice þétt að sér áður en Lisa tók við henni. Hún var svo spennt að það hvarflaði ekki að henni að hún myndi
festa svefn en engu að síður var hún steinsofnuð um leið og Lisa lokaði á eftir sér.
Hana dreymdi að hún væri á leið inn í barnaherbergið með Alice í fanginu þegar hún vaknaði skyndilega við reykjarlykt.
Augnabliki síðar fór brunavarnarkerfi í gang, dyrnar voru rifnar upp á gátt og Lisa þaut inn fyrir.
–Drífðu þig, við verðum að fara útEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Gíslinn
–Ég fann pabba þinn.
Dexter Hawk stirðnaði.
Orð Franks Lamar, rannsóknarlögregluþjóns, ómuðu í símanum eins og bjúgverpill úr fjöllunum.
Steven Hawk hafði farið frá búgarði fjölskyldunnar og yfirgefið Dex og fjölskylduna fyrir átján árum, skömmu eftir hvarf
Chrissy, litlu systur Dex. Til hans hafði ekkert spurst síðan.
Dex hafði notfært sér einkaspæjarahæfileika sína við að leita að honum og beðið Lamar, vin sinn, um aðstoð. Lamar var allmörgum árum eldri en hafði tekið Dex undir verndarvæng sinn fyrir löngu og orðið lærifaðir hans.
–Dex? Ertu þarna?
Dexter dæsti. Hann hafði beðið lengi eftir þessu símtali. En af raddblæ Lamars að dæma voru fréttirnar ekki góðar.
–Já. Hvar er hann?
–Við Hvítlyngslæk.
Hvítlyngslæk? Tæpa fimmtíu kílómetra frá Haukahöfn?
Hafði hann verið svona skammt frá þeim allan þennan tíma?
Eða hafði hann loksins ákveðið að snúa heim?
–Talaðirðu við hann?
–Hann getur ekki talað, Dex. Mér þykir fyrir því.
Sviti spratt fram á enninu á Dex. Pabbi hans var dáinn.
Lamar þurfti ekki að segja það berum orðum.
Dex dró andann djúpt. –Ég verð að sjá hann.
–Þú getur farið í líkhúsið. Ég er búinn að hringja á sjúkrabíl.
–Nei, hreyfðu hann ekki úr stað. Ég er á leiðinni.
Hann kippti með sér lyklunum og skundaði að jeppanumEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leynistaður
–Taktu barnið mitt, gerðu það.
Unga stúlkan faldi sig undir tjaldþakinu og skalf í vetrarkuldanum og súldinni.
Mila Manchester fann til með henni. Hún þekkti sögu hennar.
Hún var þrettán ára gömul og hét Carina. Mamma hennar hafði látist af barnsförum og faðir hennar misþyrmt henni. Síðan hafði hann selt hana manni sem notaði hana sem kynlífsambátt.
Mila hafði hjálpað Carinu að komast í kvennaathvarf þegar hún slapp frá skrímslinu.
Nú bar Carina trefil fyrir andlitinu og var klædd dökkum fötum til þess að síður bæri á henni í myrkrinu.
Hún var í dulargervi.
Hún óttaðist um líf sitt.
Litla telpan amraði og Carina vaggaði henni blíðlega í fangi sér. –Ef hann kemst að því að Ísabella er dóttir hans drepur
hann mig og Guð má vita hvað hann gerir við hana.
Röddin var þrungin hræðslu og sorg. Sjálf var Carina bara barn. Hún átti að vera í miðskóla, fara út með vinkonum sínum, horfa á fótbolta og máta kjóla fyrir skólaböll.
Mila hafði viljað tilkynna lögreglunni um ástandið, en stúlkan hafði grátbeðið hana um að gera það ekki. Hún hafði sagt
Miru frá þunguninni og sagt að barnsfaðirinn vissi ekkert um hana. Ef hann kæmist að því að hún gengi með barn hans
myndi hann aldrei sleppa henni.
Og ef Mila sneri sér til lögreglunnar myndi maðurinn komast að því að hún bar barn hans undir belti.
–Gerðu það, Manchester læknir, þú ert eina manneskjan semEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Engin grið
Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana.
Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju.
Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra.
Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra.
Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo
að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra.
Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættulegir endurfundir
Við ryðgaða pallbílinn hans Grangers sátu tveir þrettán ára drengir. Þeir höfðu rambað á líkið, hringt á lögregluna og voru
enn að jafna sig eftir áfallið.
Dauðaþefurinn barst að vitum Harrisons og var megnari en ella vegna hitans.
Svo helltust yfir hann minningar frá kvöldinu þegar Chrissy, litla systir hans, hvarf. Sársaukinn hafði ekki minnkað neitt með
árunum. Honum leið eins og það hefði gerst í gær.
Þá hafði hann verið sautján ára gamll og átt að gæta systkina sinna meðan foreldrar hans voru í samkvæmi. En í stað þess að gæta barna hafði hann laumast út og hitt félaga sína, einmitt undir Dauðsmannskletti.
Hann dró andann djúpt.
Hann hafði haldið að Lucas, sem var fimmtán ára, myndi gæta Dexters, sem var þrettán ára, Braydens, ellefu ára, og tíu
ára gamallar systur þeirra, Chrissy. En Lucas hafði fengið vin í heimsókn og ekki tekið eftir því þegar Chrissy og Brayden
laumuðust út. Dexter sagði að þau Chrissy hefðu rifist vegna þess að hann var að spila tölvuleik og hún alltaf að trufla hann.
Brayden og Chrissy hjóluðu að hamrinum til að gá hvað Harrison væri að bauka.
Meðan þau voru að kanna svæðið hrasaði Brayden og tognaði á ökkla. Chrissy fór að sækja hjálp. Brayden hélt að hún myndi fara til Honey Granger, en Honey kvaðst ekki hafa séð hana þetta kvöld.
Lögreglustjórinn skipulagði leit, meðal annars í námunum og pollinum. En hún hafði aldrei fundist.
Einhver sagðist hafa séð Granger aka hjá á pallbílnum sínum, en hann neitaði að hafa hitt hana eða boðið henni far.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.