Flýtilyklar
Rita Herron
Hættulegir endurfundir
Lýsing
Við ryðgaða pallbílinn hans Grangers sátu tveir þrettán ára drengir. Þeir höfðu rambað á líkið, hringt á lögregluna og voru
enn að jafna sig eftir áfallið.
Dauðaþefurinn barst að vitum Harrisons og var megnari en ella vegna hitans.
Svo helltust yfir hann minningar frá kvöldinu þegar Chrissy, litla systir hans, hvarf. Sársaukinn hafði ekki minnkað neitt með
árunum. Honum leið eins og það hefði gerst í gær.
Þá hafði hann verið sautján ára gamll og átt að gæta systkina sinna meðan foreldrar hans voru í samkvæmi. En í stað þess að gæta barna hafði hann laumast út og hitt félaga sína, einmitt undir Dauðsmannskletti.
Hann dró andann djúpt.
Hann hafði haldið að Lucas, sem var fimmtán ára, myndi gæta Dexters, sem var þrettán ára, Braydens, ellefu ára, og tíu
ára gamallar systur þeirra, Chrissy. En Lucas hafði fengið vin í heimsókn og ekki tekið eftir því þegar Chrissy og Brayden
laumuðust út. Dexter sagði að þau Chrissy hefðu rifist vegna þess að hann var að spila tölvuleik og hún alltaf að trufla hann.
Brayden og Chrissy hjóluðu að hamrinum til að gá hvað Harrison væri að bauka.
Meðan þau voru að kanna svæðið hrasaði Brayden og tognaði á ökkla. Chrissy fór að sækja hjálp. Brayden hélt að hún myndi fara til Honey Granger, en Honey kvaðst ekki hafa séð hana þetta kvöld.
Lögreglustjórinn skipulagði leit, meðal annars í námunum og pollinum. En hún hafði aldrei fundist.
Einhver sagðist hafa séð Granger aka hjá á pallbílnum sínum, en hann neitaði að hafa hitt hana eða boðið henni far.