Flýtilyklar
Rita Herron
Dularfullt brottnám
Lýsing
Litla dóttir hennar var fullkomin.
Hún lagði á minnið hvert einasta smáatriði í andlitsdráttum hennar, örsmátt nefið og spékoppana og líka fingur og tær.
–Hún er fegursta barn sem ég hef nokkurn tíma séð, hvíslaði hún.
–Hún er eins og engill, muldraði Drew.
Cora brosti. Hún var þakklát fyrir það að hann virtist líka hamingjusamur. Þegar hún hafði fyrst sagt honum að hún væri ólétt hafði hann ekki tekið því vel. Hann óttaðist að þau hefðu ekki efni á að eignast barn og svo hafði hann áhuga á að gerast meðeigandi í lögfræðifyrirtæki. Hún hafði fullvissað hann um að þau réðu við að eignast barn en hann var engu að síður áhyggjufullur yfir fjárhagnum.
Síminn hans hringdi. Hann leit afsakandi til hennar. –Fyrirgefðu, ég verð að svara þessu.
Hann hraðaði sér út úr stofunni og Cora kyssti Alice á kinnina og strauk henni blíðlega.
Fáeinum mínútum síðar birtist Lisa, hjúkrunarfræðingurinn sem hafði aðstoðað við fæðinguna.
–Við verðum að taka hana og skoða hana ögn nánar. Hún klappaði Coru á annan fótlegginn. –Ég kem aftur með hana eftir augnablik. Þú ættir að reyna að hvílast.
Cora hélt Alice þétt að sér áður en Lisa tók við henni. Hún var svo spennt að það hvarflaði ekki að henni að hún myndi
festa svefn en engu að síður var hún steinsofnuð um leið og Lisa lokaði á eftir sér.
Hana dreymdi að hún væri á leið inn í barnaherbergið með Alice í fanginu þegar hún vaknaði skyndilega við reykjarlykt.
Augnabliki síðar fór brunavarnarkerfi í gang, dyrnar voru rifnar upp á gátt og Lisa þaut inn fyrir.
–Drífðu þig, við verðum að fara út
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók