RUSHING CREEK

Ógnandi fortíð
Ógnandi fortíð

Ógnandi fortíð

Published Nóvember 2020
Vörunúmer 329
Höfundur Barb Han
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Síminn hringdi í vasa hans og skjárinn sýndi nafn systur hans, Amber, sem var yngst Kent-systkinanna sex.
–Ég vildi að ég gæti komið með þér, Mitch, sagði hún formálalaust.
–Þetta er allt í lagi, sagði hann.
–Það er ekki allt í lagi hjá þér og þú þarft ekki að látast með það, svaraði hún.
–Við ræddum þetta í símtalinu í gærkvöldi. Þú þarft að vera á búgarðinum og ég get séð um þetta, fullvissaði hann hana. Vonandi myndi hún ekki skynja hve innantóm orð hans voru.
Það varð löng þögn.
–Ertu viss um að þú treystir þér til að gera þetta einn? spurði hún loks.
–Ég hef ekki haft eina mínútu út af fyrir mig síðan tvíburarnir fæddust, sagði hann hálfhlæjandi. Þetta voru orð að sönnu og hann reyndi að létta andrúmsloftið með svolitlum húmor. Í sannleika sagt skildi hann ekki hvernig þetta ætti að bjargast án Kimberly.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

 

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is