Flýtilyklar
Ryshia Kennie
Verndarvitni
Lýsing
Singapore, laugardagur 10. október.
Hún var einu sinni falleg.
Nú lýsti af húð hennar í birtunni af flúrljósunum. Rauðleitur lokkur féll yfir vellagaða augabrúnina og á vörunum vottaði
fyrir glimmerglossi.
–Það er synd, sagði útfararstjórinn þar sem hann hélt sólbrúnni hendi um skjannahvítt lakið.
–Allt lífið framundan. Tuttugu og fimm ára eða þar um bil.
Hann hristi höfuðið.
–Ég reyni að hugsa um það í hvert sinn sem ég fer út úr húsi.
Að njóta stundarinnar. Maður veit aldrei. Og í þessu starfi er maður minntur á þetta á hverjum degi. Grásprengdur lokkur
straukst yfir ennið. –Ég reyni að hugsa ekki um það, það myndi gera mig brjálaðan.
–Það er satt, sagði Josh Sedovich. –Nokkra hugmynd um hvernig hún dó?
Útfararstjórinn kinkaði kolli. –Hún var slegin í hnakkann með bitlausu vopni. Ég sem hélt alltaf að Singapore væri svo friðsæl, allt þar til ég tók við þessu starfi. Því miður er þetta ekkert öðruvísi en annarsstaðar.
–Af hverju fer þetta alltaf svona? Tímabundin áritun til að ferðast um heiminn, og svo allt í einu er allt búið. Josh strauk
sér um hálsinn. –Djöfull er heitt hérna inni.
–Það er engin loftkæling hérna, sagði útfararstjórinn. –Var það hún sem þú varst að leita að?
–Nei, því miður. Hann kreppti hnefann. Því miður fyrir óþekktu stúlkuna sem lá á borðinu.
Líklega hafði verið framið morð, mögulega kveikt í og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók