–Ertu virkilega að fara frá okkur? Doktor Logan Fox leit upp frá tölvuskjánum og brosti til gamla mannsins sem beið á biðstofunni eftir að röðin kæmi að honum. Nokkur lítil börn sátu og lásu bækur á flísalögðu gólfinu og hópur af mæðrum stóð við hliðina á leiksvæði yngstu barnanna í hinum enda biðstofunnar, pískrandi og hlæjandi þar sem þær biðu eftir að vera kallaðar upp. Logan brosti þakklátur til starfsmannsins í móttökunni og þræddi sig að heimamanninum sem hafði orðið góður vinur hans mánuðina sem hann vann á eyjunni Möltu. Maðurinn sem hafði hjálpað honum gegnum mörg löng, einmanaleg kvöld, þar sem þeir leystu heimsmálin sameiginlega í mannþröng hverfisbarsins. –Ég ætla vissulega að gera það, Matthew. Eftir innan við tvo tíma verð ég um borð í flugvél á leiðinni til Englands. Leigubíllinn er væntanlegur eftir klukkutíma til að fara með mig á flugvöllinn. –Erum við búin að fæla þig burtu með öllu sólskininu okkar og bröttu, þröngu strætunum? sagði gamli maðurinn glettnislega og brosti breitt til Logan. Vinstri hönd hans hélt um brúnan göngustaf úr viði, staf sem hafði tekið Logan vikur að sannfæra hann um að nota. Logan brosti og hristi höfuðið. –Nei, það er kominn tími til að ég fari heim og gangi frá því sem eftir er af dánarbúi föður míns. Taki þá fáu hluti sem ég vil eiga áður en húsið og allt innanstokks verður selt. Ég hef frestað því nógu lengi, lögfræðingarnir hóta að senda hóp af málaliðum til að ræna
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók