Flýtilyklar
Brauðmolar
SKJÖLDUR RÉTTLÆTIS
-
Gíslinn
–Ég fann pabba þinn.
Dexter Hawk stirðnaði.
Orð Franks Lamar, rannsóknarlögregluþjóns, ómuðu í símanum eins og bjúgverpill úr fjöllunum.
Steven Hawk hafði farið frá búgarði fjölskyldunnar og yfirgefið Dex og fjölskylduna fyrir átján árum, skömmu eftir hvarf
Chrissy, litlu systur Dex. Til hans hafði ekkert spurst síðan.
Dex hafði notfært sér einkaspæjarahæfileika sína við að leita að honum og beðið Lamar, vin sinn, um aðstoð. Lamar var allmörgum árum eldri en hafði tekið Dex undir verndarvæng sinn fyrir löngu og orðið lærifaðir hans.
–Dex? Ertu þarna?
Dexter dæsti. Hann hafði beðið lengi eftir þessu símtali. En af raddblæ Lamars að dæma voru fréttirnar ekki góðar.
–Já. Hvar er hann?
–Við Hvítlyngslæk.
Hvítlyngslæk? Tæpa fimmtíu kílómetra frá Haukahöfn?
Hafði hann verið svona skammt frá þeim allan þennan tíma?
Eða hafði hann loksins ákveðið að snúa heim?
–Talaðirðu við hann?
–Hann getur ekki talað, Dex. Mér þykir fyrir því.
Sviti spratt fram á enninu á Dex. Pabbi hans var dáinn.
Lamar þurfti ekki að segja það berum orðum.
Dex dró andann djúpt. –Ég verð að sjá hann.
–Þú getur farið í líkhúsið. Ég er búinn að hringja á sjúkrabíl.
–Nei, hreyfðu hann ekki úr stað. Ég er á leiðinni.
Hann kippti með sér lyklunum og skundaði að jeppanumEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Leynistaður
–Taktu barnið mitt, gerðu það.
Unga stúlkan faldi sig undir tjaldþakinu og skalf í vetrarkuldanum og súldinni.
Mila Manchester fann til með henni. Hún þekkti sögu hennar.
Hún var þrettán ára gömul og hét Carina. Mamma hennar hafði látist af barnsförum og faðir hennar misþyrmt henni. Síðan hafði hann selt hana manni sem notaði hana sem kynlífsambátt.
Mila hafði hjálpað Carinu að komast í kvennaathvarf þegar hún slapp frá skrímslinu.
Nú bar Carina trefil fyrir andlitinu og var klædd dökkum fötum til þess að síður bæri á henni í myrkrinu.
Hún var í dulargervi.
Hún óttaðist um líf sitt.
Litla telpan amraði og Carina vaggaði henni blíðlega í fangi sér. –Ef hann kemst að því að Ísabella er dóttir hans drepur
hann mig og Guð má vita hvað hann gerir við hana.
Röddin var þrungin hræðslu og sorg. Sjálf var Carina bara barn. Hún átti að vera í miðskóla, fara út með vinkonum sínum, horfa á fótbolta og máta kjóla fyrir skólaböll.
Mila hafði viljað tilkynna lögreglunni um ástandið, en stúlkan hafði grátbeðið hana um að gera það ekki. Hún hafði sagt
Miru frá þunguninni og sagt að barnsfaðirinn vissi ekkert um hana. Ef hann kæmist að því að hún gengi með barn hans
myndi hann aldrei sleppa henni.
Og ef Mila sneri sér til lögreglunnar myndi maðurinn komast að því að hún bar barn hans undir belti.
–Gerðu það, Manchester læknir, þú ert eina manneskjan semEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Engin grið
Charlotte Reacher vissi hvað það var að vera ein. Að eiga hvorki heimili né fjölskyldu. Að enginn kærði sig um hana.
Að enginn elskaði hana. Þessi einmanaleiki hafði orðið henni hvatning til að hefja listkennslu fyrir táningsstúlkur í Tumbleweed í Texas. Þær fjórar sem nú voru hjá henni voru allar fósturbörn sem þörfnuðust hughreystingar og væntumþykju.
Hún gekk brosandi um vinnustofuna þar sem stúlkurnar sátu á bak við strigana sem voru óðum að breytast er þær máluðu á þá. Fyrst þegar þær komu á vinnustofuna, fyrir einum og hálfum mánuði, höfðu þær málað gráar og dapurlegar myndir sem sýndu örvæntinguna í lífi þeirra.
Það voru ekki allar stúlkur með bikinívöxt, þær höfðu ekki allar áhuga á andlitsfarða, tískublöðum og klappstýrum. Og þær áttu ekki allar foreldra sem höfðu efni á að láta laga galla þeirra.
Þær sjálfsöruggu kunnu að blanda geði við fólk, eignast vini og tjá skoðanir sínar, á meðan aðrar vesluðust upp á sálinni, drógu sig í hlé og þjáðust af litlu sjálfstrausti. Grimmir bekkjarfélagar gerðu illt verra með stríðni og fantaskap, svo
að stúlkurnar urðu sífellt minni í sér með hverju hnjóðsyrðinu sem þær fengu að heyra.
Þannig hafði þetta verið hjá Charlotte sjálfri þegar hún var að alast upp í kerfinu. Fæðingarblettur hafði kallað áEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættulegir endurfundir
Við ryðgaða pallbílinn hans Grangers sátu tveir þrettán ára drengir. Þeir höfðu rambað á líkið, hringt á lögregluna og voru
enn að jafna sig eftir áfallið.
Dauðaþefurinn barst að vitum Harrisons og var megnari en ella vegna hitans.
Svo helltust yfir hann minningar frá kvöldinu þegar Chrissy, litla systir hans, hvarf. Sársaukinn hafði ekki minnkað neitt með
árunum. Honum leið eins og það hefði gerst í gær.
Þá hafði hann verið sautján ára gamll og átt að gæta systkina sinna meðan foreldrar hans voru í samkvæmi. En í stað þess að gæta barna hafði hann laumast út og hitt félaga sína, einmitt undir Dauðsmannskletti.
Hann dró andann djúpt.
Hann hafði haldið að Lucas, sem var fimmtán ára, myndi gæta Dexters, sem var þrettán ára, Braydens, ellefu ára, og tíu
ára gamallar systur þeirra, Chrissy. En Lucas hafði fengið vin í heimsókn og ekki tekið eftir því þegar Chrissy og Brayden
laumuðust út. Dexter sagði að þau Chrissy hefðu rifist vegna þess að hann var að spila tölvuleik og hún alltaf að trufla hann.
Brayden og Chrissy hjóluðu að hamrinum til að gá hvað Harrison væri að bauka.
Meðan þau voru að kanna svæðið hrasaði Brayden og tognaði á ökkla. Chrissy fór að sækja hjálp. Brayden hélt að hún myndi fara til Honey Granger, en Honey kvaðst ekki hafa séð hana þetta kvöld.
Lögreglustjórinn skipulagði leit, meðal annars í námunum og pollinum. En hún hafði aldrei fundist.
Einhver sagðist hafa séð Granger aka hjá á pallbílnum sínum, en hann neitaði að hafa hitt hana eða boðið henni far.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.