Flýtilyklar
Small Town Sweethearts
Nágrannar
Lýsing
–Svona, hvað er að þessum? Mér sýnist þetta vera afskaplega fínn runni. Gabe Bishop, sem var fyrrverandi liðþjálfi í landgönguliðinu, stundi þegar hann horfði á röð af vorgullsrunnum sem virtist hreinlega vera endalaus. Skærgul blómin mynduðu náttúrulega girðingu á milli grasflatar nágrannans og brotnu, steyptu gangstéttarinnar þar sem hann stóð. –Veldu bara einn, hvern sem er, sagði hann og nuddaði á sér broddótta hökuna. –Gerðu það. Radar sló á frest leit sinni að hinum fullkomna stað til að kasta af sér vatni og horfði á Gabe eins og mennski félaginn hans ætti að vera farinn að skilja verklagsreglurnar fyrir löngu. –Ég ætti að vera að þjálfa þig, sagði Gabe og geispaði. –Ekki öfugt. Hann átt enn eftir að bera inn alla kassana úr skottinu á jeppanum sínum. En það sem hann þráði mest var langt, heitt steypibað eftir að hafa verið á ferðinni í næstum tuttugu tíma og gengið fyrir kaffi í vegasjoppum og stuttum lúr á áningarstað. Dýrið hóf að rannsakan runnana á ný og Gabe dæsti á ný. –Hundarnir í landgönguliðinu hlýða skipunum, skal ég segja þér. Radar ýlfraði af vanþóknun og Gabe iðraðist orða sinna. Þó að hundurinn líktist belgísku fjárhundunum sem herinn notaði gjarnan hafði hann í rauninni bara verið búðablendingurinn og eins konar lukkudýr. Þrátt fyrir kringumstæðurnar taldi Gabe framlag Radars ekki síður mikilvægt en hundanna sem þefuðu uppi sprengiefni.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók