Flýtilyklar
Brauðmolar
Soraya Lane
-
Óvænt kraftaverk
–Afsakið, muldraði hann og snerti olnboga konu semhann smeygði sér framhjá. Á meðan horfði hann niður á við til að þurfa ekki að tala við neinn.
Eftir nokkra stund fóru allir að líta eins út... sjór af svörtum kjólfötum og hvítum skyrtum í bland við glæsilegar konur í glitrandi kjólum. Hann ætti að vera farinn að venjast því en hlutverk svarta sauðarins sem hafði tekið sig á hafði aldrei verið það sem hann vildi og ekki heldur það að taka þátt í veislum fína fólksins.
Vá. Blake rétti úr sér og horfði yfir salinn. Hún stóð ein, sneri baki í gluggana sem buðu upp á útsýni yfir New York.
Dökkrautt hárið féll laust yfir axlirnar, varaliturinn var skærrauður og áberandi upp við föla húðina. Hún var eins
og fullkomin dúkka, bar sig óaðfinnanlega, var með kampavínsglas í annarri hendinni og pínulítið veski í hinni.
Í sal þar sem allar konurnar litu eins út, með fullkomna greiðslu og í svörtum kjólum, var hún eins og ferski andblærinn sem hann hafði þráð nokkrum andartökum áður.
Blake sóaði tímanum ekki. Hún var ein, sem þýddi að annað hvort beið hún eftir herranum sínum eða var í raun og veru ein. Hvort heldur sem var vildi hann ná til hennar á undan öðrum. Hann forðaðist kannski að skjóta rótum og kvænast, en að kynna sig fyrir fallegri konu myndi gera kvöldið mun áhugaverðara.Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK900 kr. -
Föðurást
Léttur hrollur fór niður bakið á Oliviu Brown. Eftir allan þennan tíma var hún hrædd við að sjá manninn sinn aftur. Hrædd við að horfast í augu við manninn sem hafði farið frá henni, hrædd við viðbrögð sonar þeirra. Hafði það verið rétt af henni að taka ekki á móti honum á flugvellinum? Er hann að koma, mamma? Olivia leit á son sinn. Ljóst hárið og kámugir fingurnir bærðu við einhverju innra með henni og maginn herptist aftur saman af áhyggjum.
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK820 kr.