Flýtilyklar
Sue MacKay
Fjölskyldan um jólin
Lýsing
–Passaðu þig! Hrópinu fylgdi niðurbælt óp sem fékk hárin
aftan á hálsi Camerons Roberts til að rísa.
Svo heyrðist hávaði sem hlaut að koma frá hjólabretti
annars tvíburans, að lenda öfugt á stéttinni. Maginn í honum herptist saman. Hvað nú? Gátu strákarnir lent endalaust
í vandræðum? Þeir voru bara átta ára en voru á við heilt
rúgbýlið.
Hann var þegar lagður af stað og setti hekkklippurnar á
útiborðið þegar hann gekk hratt framhjá því. –Marcus?
Andrew? Eruð þið ómeiddir?
–Pabbi, flýttu þér. Hún þarf lækni. Ég gerði þetta ekki
viljandi. Ég lofa. Mér þykir það leitt. Marcus birtist við
endann á heimreiðinni þeirra og tár streymdu niður andlit
hans.
Hnúturinn harðnaði í maganum. Hvað hafði Marcus gert
núna? Og hvar var Andrew? Hafði eitthvað komið fyrir
hann? Það myndi útskýra óttann í grátnum. En hann hafði
sagt að hún þyrfti lækni. –Hvað gerðist? Hann ýfði hárið á
Marcus og bað til foreldraguðsins um miskunn.
Eins og alltaf var foreldraguðinn í fríi. –Ég bið bara um
einn rólegan dag, tautaði hann þegar hann kom að rauð-
hærðu konunni sem lá á stéttinni.
Þjáningarsvipur var á andliti hennar og í augunum sem
beindust að honum. Hún andaði ört og hann sá bringuna
rísa og hníga. Blóð var á vinstri olnboganum og hafði
runnið niður handlegginn, líklega eftir samstuð við