Sue MacKay

Fjölskyldudraumur
Fjölskyldudraumur

Fjölskyldudraumur

Published Mars 2017
Vörunúmer 348
Höfundur Sue MacKay
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

–Karlmaður sem var endurlífgaður eftir hjartastopp er að koma frá Courtney Place, sagði nýjasti hjúkrunarfræðingurinn á bráðamóttöku Wellington-sjúkrahússins og skellti símtólinu niður. –Fimmtíu og tveggja ára, endurlífgaður með hjartahnoði af vegfaranda. Kemur innan fimm mínútna. –Takk, Cody, sagði dr. Harper White. –Inn á númer tvö þegar hann kemur. Cody Brand lækkaði róminn svo aðeins hún heyrði. –Og hann er undir áhrifum. Hann hristi höfuðið. –Svolítið snemma dags, þykir mér. Harper leit á veggklukkuna. 11:45. Snemma? Varla. Ekki í heimi slysa og slæmra atvika. –Vonandi er hann rólegur núna. –Heldurðu að hann þakki heillastjörnunum og lofi að hætta að drekka? Cody glotti. –Gangi þér vel með það. Þetta bros gat fært manninum hvað sem var... en ekki frá henni. Hún varð þó að einbeita sér að því að láta ekki undan hrifningunni. –Líklega er það bara óskhyggja af minni hálfu. Harper horfði á Cody arka inn á stofu tvö og fara yfir búnaðinn þar, þótt allt hefði verið undirbúið fyrir tæpum klukkutíma, eftir að miðaldra sjúklingur hafði fengið meðhöndlun við bráðaofnæmisviðbrögðum. Nýi hjúkrunarfræðingurinn tók enga áhættu. Harper kunni að meta það en stundum pirraði það hana. Annað starfsfólk á deildinni vann sitt starf jafn vel. Hún hristi höfuðið rólega. Kannski var Brand hjúkrunarfræðingur enn að venjast nýja

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is