Sue MacKay

Óskabarn læknisins
Óskabarn læknisins

Óskabarn læknisins

Published September 2022
Vörunúmer 414
Höfundur Sue MacKay
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Hlauptu, Lily. Strax. Komdu þér burt frá Max Bryant. Í hvelli. Áður en það verður of seint. Áður en persónutöfrar hans heilla hjarta þitt svo að ekki verður aftur snúið. Hjartað sló ört en líkaminn naut þess að hvíla hjá honum og þess vegna var hún svolítið ringluð. Max var glaumgosi sem taldi að konur væru aðeins gerðar til þess að veita honum ánægju. Og nú lá hún þarna í rúminu hans. Hún hafði notað hann sér til gagns og gamans en nú langaði hana í meira. Vináttu, umhyggju og samveru. Jafnvel framtíð. En það yrði aldrei. Hann var ekki maður af því tagi sem festi ráð sitt og hún hafði þegar verið í sambandi þar sem karlmaðurinn braut öll loforð sín. Lily hryllti sig. Við tilhugsunina um að fara fram úr rúmi Max í síðasta sinn leið henni eins og hlekkir kæmu í veg fyrir að hún losnaði við þá vaxandi tilfinningu að hann væri að taka sér bólfestu í hjarta hennar og vekti hana til lífsins á þann hátt sem aldrei gengi upp með honum. Að minnsta kosti ekki til lengri tíma litið. Og til langs tíma vildi hún líta. Þau höfðu átt stórkostlega daga saman, en hún mátti ekki gleyma því að hann var sífellt að stríða henni á því hvað hún væri rík. Það var eins og það skipti mestu máli

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is