Flýtilyklar
Sue MacKay
Skuldbundinn
Lýsing
Charlie Lang lokaði fartölvunni og lagði hana á bekkinn sem
hún sat á en hélt áfram að stara á bölvaðan gripinn eins og
hann ætti sök á öllum hennar vandamálum. Kvíðinn innra
með henni óx með hverri misheppnaðri tilraun.
–Ég á aldrei eftir að finna hann, er það?
Pabbi sat á hækjum sér við eitt af blómabeðunum rétt hjá
henni og var að reyta illgresi.
–Föður Aimee? Hver veit, elskan. Þú hefur úr svo litlu að
moða.
Reyndar var það næstum ekkert. –Hversu margir læknar
eru í landhernum sem heita Marshall Hunter?
Hana svimaði af þessu öllu. –Ég hlýt að vera búin að senda
mörg hundruð tölvupósta.
–Ég reikna þá með því að sá síðasti hafi ekki skilað árangri.
–Rétt.
Eins og allir hinir. –Af hverju lét hann mig fá þetta netfang
ef hann ætlaði að loka því?
Af hverju hafði Marshall látið hana fá netfang yfir höfuð
þegar hann hafði lagt mikið á sig til að tryggja að hún skildi
það að það gæti ekki orðið neitt meira á milli þeirra eftir að
þessu stundarsambandi lyki?
Síðasta daginn þegar hann var á leið aftur í stríðið og hún
færi fljótlega aftur til Nýja Sjálands, hafði henni þá fundist
hún vera að missa eitthvað sérstakt? Hún hafði svo sannarlega
fundið fyrir missi. Hafði honum skyndi