Flýtilyklar
Brauðmolar
Sumar í Sao Paulo
-
Í örmum læknisins
Amy Woodell lagfærði hlýrann á græna kjólnum sínum einu sinni enn þar sem hún gekk inn á glæsilegt hótelið. Hún hafði rakið saumana upp og saumað hann upp á nýtt í tilraun til að stytta faldinn bara örlítið. En það hafði ekki alveg leyst vandamálið.
Í flýtinum við að pakka niður fyrir ferðina til Brasilíu hafði hún tekið vitlausa skó með sér. Hælarnir á silfurlitu opnu
skónum hennar voru nokkrum sentimetrum lægri en á svörtu pinnahælunum sem hún hefði annars farið í. En hún hafði
bæst á síðustu stundu við þann hóp af fólki sem myndi taka þátt í sumarprógrami á hinu stórkostlega Paulista háskólasjúkrahúsi. Með stífri dagskránni sem fylgdi og seinkuðu flugi í kjölfarið hafði hún ekki haft neinn tíma til að fara og versla. Hún hafði sett silfurlitað belti um mittið á sér sem aðra tilraun til að koma í veg fyrir að kjóllinn hennar myndi dragast eftir gólfinu.
Hún svipaðist um á milli pálmatrjánna og suðrænna skreytinganna og kom auga á kunnuglegt andlit í fjöldanum. Krysta, hét hún það ekki? Það hafði verið löng biðröð á flugvellinum en sem betur fer hafði hún hitt Krystu, sem var einnig einn af sumarlæknunum, sérfræðingur í endurbyggingu andlita. Þær höfðu strax náð vel saman, vinalegt viðmót hinnar konunnar hjálpaði til við að róa taugar hennar.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Frændurnir
Þessi kona yrði honum áreiðanlega að falli.
Hugboðið laust Jake Cooper er hann horfði yfir vel skóaðan mannfjöldann sem var kominn til hátíðarkvöldverðar vegna
opnunar sumardagskrár hins víðfræga sjúkrahúss Hospital Universitário Paulista í Brasilíu.
Hann vissi það en samt starði hann. Og jafnvel þótt félagar hans reyndu að spjalla við hann gat hann ekki haft augun af þessari æstu konu.
Flavia Maura hét hún, en þekktari sem selvagem-konan.
Ótamin. Villimannleg. Frumskógarkonan.
Jake efaðist ekki um það eitt andartak að hún væri stórhættuleg geðheilsu hans.
Hún stóð hjá tveimur öðrum konum, en í hans augum voru hinar konurnar tvær bara grámyglulegir flekkir við hliðina á
Flaviu. Það sama gilti um alla aðra í salnum. Þeir höfðu horfið um leið og hann leit þessa konu augum. Fyrst hélt hann að eitthvað væri að sjóninni hjá sér, en svo áttaði hann sig á því að hann var einfaldlega hugfanginn.
Hann var þangað kominn til að taka þátt í þjálfunarnámskeiði. Þetta sumar hittust helstu og færustu sérfræðingar í
heimi á sviði læknifræði til þess að kenna hver öðrum nýjustu tækni og vísindi en einnig til að læra af starfssystkinum sínum.
Sjálfur var hann þátttakandi í tilraunum með eitur, sem unnið var úr sporðdrekum, til að lýsa upp krabbameinsfrumur. ÞegarEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Ástarblossi
Ef það var eitthvað sem doktor Francisco Carvahlo hafði vit á fyrir utan læknisfræðilega sérþekkingu sína á lýtalækningum, var það tíska, og formlegur klæðnaður doktor Krystu Simpson fékk hann nærri því til að gráta.
Það var ekki að hann liti út fyrir að vera ódýr. Þvert á móti hafði hún líklega borgað ágætis summu fyrir kjólinn, og hönnun hans var óaðfinnanleg, með mjúklegri fellingu við hálsmálið og samantekið mitti.
Nei. Hann gat ekkert fundið að kjólnum sem slíkum, þó hann væri úr tísku, en á doktor Simpson var hann örstutt frá
því að vera viðurstyggð.
Í fyrsta lagi var hann að minnsta kosti einu númeri of stór og hékk á henni eins og poki. Í öðru lagi eyðilagði fölgrænn litur kjólsins litarhaft hennar, sem var brúnt með ríkum koparlitum undirtóni og freknum, og gerði hana gulleita.
Til að toppa þetta allt saman myndu skórnir hennar hæfa betur konu þrisvar sinnum eldri, með plattfót og staðfasta óbeit á öllu kvenlegu eða í tísku.
Hver gekk í klunnalegum flatbotna skóm við fínan kjól?
Það gerði doktor Simpson greinilega.
Það hjálpaði ekki til að hún stóð við hliðina á fallegri konu í glæsilegum, blágrænum kjól með einum axlarhlíra sem klæddi hana óendanlega vel. Francisco þekkti hana ekki og gerði ráð fyrir að hún væri einn af erlendu sérfræðingunum. Við hina hlið hennar var doktor Flávia Maura, virtur sérfræðingur íEignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.