Susan Carlisle

Háskaför
Háskaför

Háskaför

Published Apríl 2023
Vörunúmer 421
Höfundur Susan Carlisle
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Dana Warren opnaði dyrnar að skrifstofum Skógræktarinnar, létt á fæti og vonglöð í hjarta. Hennar stund
var runnin upp. Það sem hún hafði unnið að árum saman. Yfirmaðurinn hafði kallað hana á sinn fund. Í
þjóðarskóginum Deschutes, skammt fyrir sunnan Bend í Oregon, loguðu eldar. Slökkva þurfti nýja og smærri elda
áður en þeir sameinuðust þeim stóra. Flokkurinn sem hún stjórnaði var næstur í röðinni til að stökkva.
Hún hafði þjálfað sig fyrir þessa stund og var tilbúin að vinna verkið. Adrenalínið streymdi um hana þegar
hún hugsaði til þess að senn myndi hún stökkva. Hún lifði fyrir það og naut þess. Í fallhlífasveit slökkviliðs
Skógræktarinnar voru fáar konur en hundruð karla. En hún hafði staðið fast á sínu gagnvart karlmönnunum og
áunnið sér virðingu þeirra. Þess vegna hafði hún orðið mjög stolt þegar hún var hækkuð í tign.
Hún arkaði beinustu leið að skrifborði slökkviliðsstjórans, hallaði sér yfir öxlina á honum og virti tölvuskjáinn fyrir sér.
–Hvað höfum við, Gus?
–Ekkert handa þér enn, en þess verður áreiðanlega ekki langt að bíða.
Dana setti stút á munninn. Gus skjátlaðist sjaldan. Hans verk fólst í því að ákvarða eldsmatinn, stefnu bálsins,
vindhraðann og fjölda þeirra manna sem senda þurfti til að berjast við eldinn. Hann var mjög fær á sínu sviði.
Í þeim svifum kallaði Leo Thomas, forstöðumaður fallhlífaslökkviliðs flugmiðstöðvarinnar í Redmond í

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is