Susan Carlisle

Hentugt hjónaband
Hentugt hjónaband

Hentugt hjónaband

Published Janúar 2017
Vörunúmer 346
Höfundur Susan Carlisle
Verð á rafbókmeð VSK
900 kr.

Lýsing

Grant Smythe læknir gjóaði augunum á vögguna. Aðeins einn dagur var liðinn frá því að faðir hans og stjúpa voru lögð til hinstu hvílu og barnfóstran hafði hætt. Gekk bara út. Hvað annað gæti farið úrskeiðis? Faðir hans snéri sér eflaust við í gröfinni núna vegna þess að Grant hafði verið veitt forræði yfir litlu hálfsystur sinni. Hann var nokkuð viss um að faðir hans hafi aldrei ætlað sér að segja barninu frá því að það ætti systkini. Grant gekk um gólf í anddyrinu á fyrrum heimili föður síns. Hvar er barnfóstran? Hvenær ætlar þessi kona að koma? Hann leit á klukkuna á símanum. Hún ætti að vera komin. Það var beðið eftir honum á skurðstofunni. Lifrin sem átti að græða í sjúklinginn gæti ekki beðið að eilífu. Barnið kjökraði. Grant renndi fingrunum í gegnum hárið. Þetta var enn ein leið föður hans að láta honum líða eins og hann gæti ekki gert neitt rétt. Síðasti sjúki brandarinn. Kjökrið breyttist í grát. Hvar var...? Hvað hét hún aftur...? Sydney, Sara, Sharon eða eitthvað. Barnið gaf frá sér kröftugt öskur. Hvað var að? Hann hafði ekki komið nálægt börnum síðan hann var í læknaskólanum. Þá hafði það líka varað stutt. Barn. Hann var svo bitur að hann gat ekki einu sinni kallað litla krílið sínu rétta nafni. Grant leit á grettið lítið andlit barnsins sem bjó sig undir að gefa frá sér aðra roku. Lily. Hann ætti ekki að láta gremjuna í garð föður síns bitna á saklausu barni. –Lily, hvíslaði hann. Hún lokaði munninum og horfði á Grant. Hann rak í rogastans. Barnið var gullfallegt. Hún var svo lík Evelyn. Móður sinni. Konunni sem hann hafði ætlað að kvænast. Lily hefði getað verið dóttir hans. Í það minnsta

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is