Flýtilyklar
Susan Carlisle
Pabbi í jólagjöf
Lýsing
Ákvörðun Paxton Samuels um að yfirgefa Boston hafði verið úthugsuð. Hann efaðist ekki um þá ákvörðun sína að bjóðast til að leysa af sem læknir í vestur Oklahoma. Það var leið hans út úr þeirri andlegu martröð sem líf hans var orðið. Hann þarfnaðist þessarar breytingar á umhverfi, og hann þarfnaðist næðis. Nauðsynlega.
Miðað við reynslu hans og þjálfun sem heimilislæknir og læknir á bráðamóttöku hentaði afleysingastarfið honum fullkomlega. Sú staðreynd að það var yfir hálft landið að fara frá Boston gerði starfið bara enn meira heillandi. Samt sem áður hafði hann ekki gert ráð fyrir að þurfa að keyra gegnum snjóbyl í lok nóvember í miðjum óbyggðum. Hann hafði verið búinn undir menningarsjokk en ekki þessa hríð og endalausan veg. Burtséð frá óvæntu og grimmilegu óveðrinu var flutningurinn fyrirhafnarinnar virði. Það forðaði honum frá kröfum foreldra hans sem og hrifningu fjölmiðla á klúðrinu á tilkomumiklu brúðkaupi hans, sem hafði verið hampað sem viðburði ársins í félagslífinu.
Hann skimaði yfir auða, hvíta sléttuna eftir einhverri vísbendingu um siðmenningu en kom eingöngu auga á stöku tré. Samkvæmt GPS tækinu átti Last Stop, Oklahoma, að vera nokkrar mílur framundan. Skyggnið var orðið svo slæmt að hann var farinn að velta fyrir sér að bíða úti í kanti þangað til það skánaði.
En hann hafði áhyggjur af því að þá myndi hann fenna á kaf og sitja fastur. Hann varð að halda áfram.
Stuttu síðar reis landið nóg til að skyggja á veginn framundan.
Paxton ók upp á hæðina og eðlishvötin fékk hann til að stíga fast
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók