Flýtilyklar
Brauðmolar
Tennesse The McKENZIES
-
Laumuspil
Hann lyfti kraganum á leðurjakka sínum og reyndi þannig að verjast köldum gustinum frá Smoky fjöllunum. Síðan arkaði hann af stað og varð litið til hægri þar sem hann sá heilan sæg af fólki sem hugðist fá sér snöggan kvöldverð á
skyndibitastað sem þar var til húsa. Þreytulegir foreldrar pöntuðu mat inn um lúgurnar og í aftursætunum sátu krakkar sem ýmist hlógu eða grétu út um opna bílgluggana. Enginn virtist taka eftir því sem átti sér stað utan geislanna frá ljósaskiltunum. Fáir gerðu það alla jafna.
Á bak við þennan skyndibitastað var heil röð af flutningabílum sem biðu þess að taka olíu.
Síðan var önnur röð þar sem bílstjórarnir höfðu ákveðið að fá sér blund áður en þeir ækju síðasta spottann inn í Gattlinburg eða eitthvað annað.
Þarna mátti stundum sjá unglingsstúlkur eða pilta stökkva inn eða út úr svefnvögnunum og kaupa sér skyndibita innan um allt fjölskyldufólkið og enginn virtist veita þessu athygli. Það var auðvitað ástæða þess að viðskiptin gengu svona vel á þessum slóðum. En þetta voru auðvitað viðskipti sem flest sómakært fólk í Tennessee vildi vita sem minnst um.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Þjóðgarðsmorðin
Remi sté út úr slóðinni og lagði við hlustir þegar hún lét sem hún væri að skoða tré. Hún gerði það meðvitað að stinga höndunum í jakkavasana til að líta út fyrir að vera berskjölduð, varnarlaus og fullkomlega ómeðvituð um yfirvofandi hættu ef sá sem veitti henni eftirför skyldi vera nægilega nálægur til þess að sjá hana. Því fór þó fjarri að hún væri varnarlaus. Hægri hönd hennar hélt þéttingsfast um skaftið á fullhlaðinni 9 mm SIG Sauer skammbyssu sem hún faldi í jakkavasa sínum. Byssan var gjöf frá föður hennar á átjánda afmælisdaginn hennar og nafnið hennar var grafið með
skrautstöfum í skaftið. Þá hafði hann verið mjög veikur svo mánuðum skipti og vissi áreiðanlega að hann ætti ekki langt eftir. Tilgangur gjafarinnar var augljós að mati Remi...
að gera sitt til að tryggja öryggi einu dóttur sinnar sem var enn á lífi.
Hafði hún ímyndað sér fótatakið áðan eða hafði þetta verið bergmál af hennar eigin fótataki í kyrrð fjallanna? Ímyndaði hún sér það eða reyndi sá sem veitti henni eftirför að ganga í takt við fótatak hennar svo að hún yrði hans ekki vör? Remi bræddi þetta með sér um stund og komst að þeirri niðurstöðu að hún væri ekki ímyndarveik... og það þýddi að einhver veitti henni eftirför.Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hættuför í fjöllunum
–Þetta er McKenzie, landvörður, staddur á göngustígnum að Sugarland fjalli. Hann næstum hvíslaði þessi orð. –Það er einhver hálfviti hérna með byssu, um það bil hálfan kílómetra frá vegamótunum við Appalachian gönguleiðina.
Ég þarf hjálp. Skipti.
Ekkert svar, aðeins steinþögn. Hann leit á skjáinn á senditækinu og þrýsti svo aftur á hljóðnemann eftir að hafa athugað með rafhlöð una og bylgjulengdina.
–McKenzie, landvörður, ég þarf hjálp, skipti.
Aftur beið hann og aftur var dauðaþögn. Ekki var auðvelt að nota farsíma í Smoky fjöllunum og gilti þá einu hvort maður var Tennessee megin, eins og Adam var núna, eða á gönguleiðinni frá landamærunum við Norður Karólínu.
Það var engin leið að treysta á farsíma á þessum slóðum. Punktur. Þetta var ástæða þess að landverðirnir hér notuðust við gamaldags talstöðvar sem virkuðu alls staðar í þjóðgarðinum.
Á því var þó ein undantekning.
Gönguleiðin í átt að Sugarland fjalli þar sem stjórnlausir skógareldar höfðu eyðilagt sendinn efst í Strompfjöllum.
Niðurskurður á fjárframlögum þýddi að ekki var enn búið að endurnýja þennan sendi. Fjármunum var eytt í annað, eins og til dæmis bætta aðstöðu til afþreyingar, þjónustumiðstöðina og
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.