Flýtilyklar
THE LOST GIRLS
Grafin lifandi
Lýsing
Hún passaði fullkomlega í kassann. Ef hún teygði sig upp þá náði hún að snerta efri hlutann með höfðinu. Axlirnar strukust upp við hliðarnar og hún náði rétt svo að renna höndunum upp að bringu. Það var líka kolniðamyrkur.
Thora Graham sneri höfðinu og reyndi að kasta ekki upp. Hún taldi hægt upp á tíu til þess að ná stjórn á ógleðinni og öskrinu sem var að reyna að brjótast út. Þegar hún vaknaði fyrir nokkrum klukkutímum þá hafði hún misst stjórn á sér. Öskrað og reynt að opna kassann með öllum mætti. Hún hafði andað of hratt og misst meðvitund. Hún vissi betur núna.
Hún náði að snúa sér að stóru röri og lagði varirnar yfir það til þess að anda að sér fersku lofti. Hún taldi aftur upp á tíu þegar hún fann óttann læsast um sig aftur. Hugsaðu! Hvað veistu? Ekki mikið. Hún fór sjaldan út á lífið en þá hafði henni verið byrlað eitthvað og hún sett í viðarkassa.
Var hún neðanjarðar?
Hún fann óttann læðast að sér aftur. Hún andaði að sér meira súrefni. Rörið var vísbending. Það var ástæða fyrir því að það væri verið að halda henni á lífi. Það þýddi að hún hafði tíma til þess að komast út eða að minnsta kosti komast að því hver hafði gert henni þetta og af hverju. Sérfræðingar FBI voru þjálfaðir í að finna ólíklega hluti sem gætu passað í ráðgátu sem þurfti að leysa. En hún vann ekki lengur hjá FBI. Þau gætu ekki hjálpað henni núna. Hún varð að stóla á sínar eigin gáfur og þjálfun mannsins sem hún hafði sært.
Hann kemur.
Will Dresden var góður maður og það sem henni fannst mikilvægast í augnablikinu, mjög góður rannsóknarlögreglumaður.
Hann hafði unnið sem rannsóknarlögreglumaður í mörg ár áður en hann hækkaði í tign og þurfti að verja öllum sínum tíma
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók