Tina Beckett

Í örmum læknisins
Í örmum læknisins

Í örmum læknisins

Published Desember 2020
Vörunúmer 393
Höfundur Tina Beckett
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Amy Woodell lagfærði hlýrann á græna kjólnum sínum einu sinni enn þar sem hún gekk inn á glæsilegt hótelið. Hún hafði rakið saumana upp og saumað hann upp á nýtt í tilraun til að stytta faldinn bara örlítið. En það hafði ekki alveg leyst vandamálið.
Í flýtinum við að pakka niður fyrir ferðina til Brasilíu hafði hún tekið vitlausa skó með sér. Hælarnir á silfurlitu opnu
skónum hennar voru nokkrum sentimetrum lægri en á svörtu pinnahælunum sem hún hefði annars farið í. En hún hafði
bæst á síðustu stundu við þann hóp af fólki sem myndi taka þátt í sumarprógrami á hinu stórkostlega Paulista háskólasjúkrahúsi. Með stífri dagskránni sem fylgdi og seinkuðu flugi í kjölfarið hafði hún ekki haft neinn tíma til að fara og versla. Hún hafði sett silfurlitað belti um mittið á sér sem aðra tilraun til að koma í veg fyrir að kjóllinn hennar myndi dragast eftir gólfinu.
Hún svipaðist um á milli pálmatrjánna og suðrænna skreytinganna og kom auga á kunnuglegt andlit í fjöldanum. Krysta, hét hún það ekki? Það hafði verið löng biðröð á flugvellinum en sem betur fer hafði hún hitt Krystu, sem var einnig einn af sumarlæknunum, sérfræðingur í endurbyggingu andlita. Þær höfðu strax náð vel saman, vinalegt viðmót hinnar konunnar hjálpaði til við að róa taugar hennar. 

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is