Flýtilyklar
Tina Beckett
Ómótstæðilegur eiginmaður
Lýsing
Það leið ekki yfir Tracy Hinton. Maginn herptist saman og kútveltist þegar dauðafnykurinn fyllti vitin en einhvern veginn hélt hún sjálfsstjórninni. Það kom ekki til greina að róa sig með rólegum og djúpum andardrætti því hún vildi síst af öllu anda að sér núna. –Hve margir? Hún setti hlífðargrímuna yfir nefið og munninn. –Sex látnir til þessa en flestir í bænum eru veikir. Pedro, einn af starfsmönnunum hennar í færanlegu heilsugæslunni kinkaði kolli að einföldu múrsteinshúsi á vinstri hönd þeirra, þar sem mannvera lá í fósturstellingu. Annað lík var á jörðinni nokkrum metrum frá. –Það eru nokkrir dagar síðan þau dóu. Hvað sem þetta var voru áhrifin skyndileg. Þau reyndu ekki einu sinni að komast á sjúkrahús. –Líklega voru þau of eik. Svo eru 30 kílómetrar í næsta sjúkrahús. Piauí, eitt fátækasta hérað Brasilíu, var viðkvæmara fyrir slæmu m sýkingum en ríkari svæði og í mörgum svona bæjum voru reiðhjól einu farartækin fyrir utan tvo jafn fljóta. Það var nógu erfitt að komast 30 kílómetra þegar maður var ungur og hraustur, það höfðu þessi grey ekki verið. Bílar voru munaður sem fæstir höfðu efni á. Hún myndi ekki vita fyrir víst hvað hafði ollið dauða fólksins fyrr en hún skoðaði líkin og tæki sýni. Næsta sjúkrahús með greiningarrannsóknarstofu var í 160 kílómetra fjarlægð. Hún yrði að láta yfirvöld vita af þessum faraldri. Sem þýddi að hún þyrfti að eiga við Ben.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók.