Tina Beckett

Pardísareyjan
Pardísareyjan

Pardísareyjan

Published Nóvember 2023
Vörunúmer 428
Höfundur Tina Beckett
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Centre Hospitalier de Taurati var enginn staður fyrir börn.
Allra síst á þessum árstíma. Reyndar aldrei, en síst af öllu þegar skólinn var búinn. Sebastien Deslaurier beygði fyrir
hornið á leið sinni að stofu sjúklings og rakst næstum því á einhvern. Honum tókst að forðast á rekstur og sneri sér
við til að biðjast afsökunar en sá þá hver þarna var á ferð.
Fjandinn.
Þau stönsuðu bæði og horfðu hvort á annað á sama hátt og þau höfðu gert undanfarið ár. Tortryggin og með svip
sem benti til þess að þau vildu vera hvar sem vera skyldi nema augliti til auglitis. Eða líkama til líkama.
–Fyrirgefðu, sagði hún og í röddinni var einkennilegur skjálfti.
Þetta var ekki henni að kenna. Hann hafði ekki verið almennilega vakandi. En nú var hann það.
–Hvað er að? spurði hann.
Hún reigði sig. –Hver sagði að eitthvað væri að?
Það var samt eitthvað að. Hann hafði setið hjá svo mörg um áhyggjufullum foreldrum að hann þekkti óttann sem
greina mátti í hversdagslegum setningum.
–Rachel.
Svikul tungan í honum naut þess að segja þessi tvö atkvæði og halda í þau eitt andartak áður en hann sleppti
þeim út í loftið. Hann kyngdi og reyndi að muna ekki eftir öðrum stundum þegar hann hafði sagt nafn hennar. Um
nótt sem hafði verið jafn heit og eini, ástríðufulli fundurinn þeirra.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is