Traci Douglass

Fjölskylda að eilífu
Fjölskylda að eilífu

Fjölskylda að eilífu

Published Mars 2020
Vörunúmer 384
Höfundur Traci Douglass
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Hvar er þjónninn? spurði bráðahjúkrunarfræðingurinn Wendy Smith þegar hún og mágkona hennar, Aiyana, settust við borð á Snaggle Tooth. Kráin var nærri tóm og hún var vonsvikin yfir að sjá hvergi starfsmann. –Velkomnar! hrópaði loks náungi úr eldhúsdyrunum, hann leit með skelfingarsvip á risastóran maga Aiyanu.
–Ég verð með ykkur eftir augnablik.
Fyrir utan að vera gift eldri bróður Wendy, Ned, var mágkona hennar einnig gengin þrjátíu og sjö vikur með tvíbura. Wendy vorkenndi henni, og öfundaði einnig örlítið, ef hún átti að vera hreinskilin.
Ekki að hún myndi deila þeim hugsunum með nokkrum.
Að eignast sín eigin börn var ekki í spilunum.
Það hafði verið ósk Aiyanu að borða síðbúinn hádegisverð á kránni í dag og gegn betri dómgreind Wendy sagði hún já.
Mágkona hennar átti sérstakar minningar tengdar þessum stað. Það var hérna sem hún og Ned höfðu farið á fyrsta stefnumótið. Kráin var líka staðurinn sem vinur og yfirmaður Wendy, doktor Jake Ryder, hafði farið með nýju konuna sína, doktor Molly Flynn, eftir fyrsta stefnumótið þeirra. Það virtist sem staðurinn væri morandi í turtildúfum. Wendy gerði sitt besta til að pirrast ekki.
En maturinn var í það minnsta góður. Og þegar svöng ófrísk kona stakk upp á veitingastað sem bauð upp á uppáhaldsmatinn hennar, þrætti maður ekki.
Aiyana tók matseðil upp af snjáðu viðarborðinu, hagræddi sér í sætinu og reyndi að finna þægilega stellingu. Þar sem hún var nærri fullgengin myndi það ekki takast.
–Þarftu hjálp? spurði Wendy.
–Það sem ég þarf er kúbein. Það virtist sem það eina sem virkaði

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is