Flýtilyklar
Traci Douglass
Játningin
Lýsing
Stacy Williams, yfirvarðstjóri í slökkviliðinu, steig út um afturdyrnar á brunabílnum um leið og hann stansaði við innkeyrslu sjúkrabíla við spítalann í Key West. Með henni í för voru flestir manna hennar. Aðeins örfáir höfðu orðið eftir á slökkvistöðinni til að sinna neyðarútköllum, eins og verklagsreglur kváðu á um. Hinir voru þangað komnir vegna þess að einn úr hópnum lá á börunum þennan dag. Hún rölti á eftir sjúkraflutningamönnunum sem ýttu börunum á undan sér. Á þeim lá Reed Parker, varaslökkviliðsstjóri. Stacy gat ekki horft framan í náfölan manninn. Hann hafði verið í slökkviliðinu í tvo áratugi og helgað líf sitt björgun hinna ágætu íbúa Key West. Þennan dag var það þriggja barna faðirinn sem þurfti á björgun að halda. –Hvernig hljóðar samantektin? spurði læknirinn á bráðamóttökunni þegar bráðaliðarnir óku sjúklingnum inn. Stacy horfði stöðugt á Reed og lét ekki ysinn á slysadeildinni, sem barst út um dyrnar í hvert sinn sem rennihurðin hreyfðist, trufla sig. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður í Kew West, svaraði annar sjúkraflutningamaðurinn, Jackson Durand að nafni. –Hann kastaðist af mótorhjólinu sínu og missti meðvitund. Opið beinbrot á vinstra læri.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók