Traci Douglass

Stormurinn
Stormurinn

Stormurinn

Published Júní 2022
Vörunúmer 411
Höfundur Traci Douglass
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

Yfirvofandi stórslys ollu því yfirleitt að fólk flúði háskann. Sjúkraflutningamaðurinn Jackson Durand var ekki í þeim hópi. Sjúkrabíllinn hans nam staðar við dyrnar að bráðamóttökunni á sjúkrahúsinu í Key West. Jackson hoppaði út um bakdyrnar ásamt Ned, félaga sínum. Kjörbróðir Jacksons, læknirinn Luis Durand, beið þeirra í dyrunum, tilbúinn að taka málið að sér. –Fjörutíu og eins árs gamall slökkviliðsmaður, sagði Jackson um leið og þeir Ned létu sjúkrabörurnar síga niður á jörðina. –Hann var á mótorhjólinu sínu og kastaðist af því. Hélt meðvitund allan tímann á vettvangi. Augljóslega brotinn á vinstra læri. Sjúklingurinn á börunum stundi hátt og reyndi að setjast upp, en Jackson hélt honum föstum með annarri hendi á meðan þeir rúlluðu honum inn á slysadeildina og inn eftir björtum gangi í átt að lausri stofu. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar slógust í hópinn á leiðinni. –Herra minn, geturðu sagt mér hvað þú heitir? spurði Luis. Sjúklingurinn kveinkaði sér þegar hann var færður af börunum yfir í sjúkrarúm. Einn hjúkrunarfræðingurinn lyfti teppinu sem huldi hann til að skoða áverkann

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is