Flýtilyklar
Brauðmolar
Tvíburarnir á barnadeildinni
-
Spegilmynd
–Nei. Þú mátt ekki gera það. Lachlan McKendry laut höfði og tók fyrir augun. –Ég er hrædd um að mælirinn sé fullur, drengur minn. Ég held að ég þoli bara ekki meira. –En þú hefur verið á heimilinu frá því að ég man eftir mér, sagði Lachlan og neri á sér gagnaugun. –Það hrynur allt ef þú ferð. –Það er allt hrunið nú þegar. Mamma þín var rétt í þessu að reka hjúkrunarfræðinginn. Enn og aftur. Þá eru þrír farnir á árinu. Hún rekur konurnar ekki einu sinni almennilega. Þær fara bara vegna þess að hún er svo hræðilega leiðinleg við þær. Hún er vonlaus. Hún sagði þessari síðustu að hún væri fábjáni. Heimskari en lög leyfðu. Og að það væri ekki að undra þótt hún þyrfti að vinna í einkageiranum þar sem enginn karlmaður myndi líta við konu sem væri eins og úlfaldi í framan. Vesalings stelpan var hágrátandi þegar hún fór í morgun. –Það get ég ímyndað þér. En við megum ekki við því að missa þig líka, frú Tillman. Vertu svo væn. Lachlan var orðinn verulega taugaspenntur. Ef hin trygga ráðskona fjölskyldunnar færi sína leið gæti hann ekki lengur búið og starfað í New York. Nú var hann staddur í Lundúnum, ekki ýkja fjarri Cotswoldhæðum og stóra, gamla
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Hjartamál
Og þó. Var herbergið mannlaust?
Josh kom auga á litla, bera fætur við stóran, bleikan grjónapoka. Svo sá hann enn minni lófa með hálfkreppta fingur eins og barnið væri sofandi.
Eða meðvitundarlaust?
Josh bölvaði í hljóði og vatt sér óðara inn í bjarta og litríka herbergið. Hann sá þegar að telpan var ekki sjúklingur á deildinni. Hún var ekki með plastband um úlnliðinn og hvorki í inniskóm né náttfötum. Skórnir voru fagurbleikir og kjóllinn dökkblár.
Varirnar voru bláar líka.
Josh kraup hjá telpunni og kannaði hvort einhver aðskotahlutur væri í öndunarvegi hennar um leið og hann þreifaði eftir púlsi. Samtímis reyndi hann að komast að því hvort hún andaði.
Svo reyndist ekki vera.
Josh hafði ekki hugmynd um það hversu lengi telpan hafði legið þarna rænulaus. Hún andaði ekki, en púlsinn var þó greinilegur þannig að það var ekki um seinan að bjarga lífi hennar. Ekki gafst tími til að leita að búnaði eins og súrefnisgrímu eða stuðtæki. Aðeins var eitt til ráða og Josh hikaði ekki eitt andartak.
Hann kleip um nefið á stúlkunni og hóf blásturinn.
Blástursaðferðin bar engan árangur. Hann vissi að hann yrði að kalla eftir aðstoð
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.