Flýtilyklar
Brauðmolar
Tvöfalt kraftaverk
-
Nýtt upphaf í Róm
Það gerðist eins og hendi væri veifað. Eða kannski voru það nokkrar sekúndur. En þegar Autumn horfði á Sharon og Gavin, starfssyskini sín, snúa sér hlæjandi að hvort öðru undir ræðu föður brúðarinnar sá hún eitthvað. Það var eins og risastórt neonskilti benti á hin nýbökuðu brúðhjón. Það hvernig þau horfðu hvort á annað á þessu augnabliki. Ástin. Tengingin. Heitin. Lífið sem þau vonuðust eftir saman. Allt á þessu sekúndubroti. Autumn Fraser kyngdi, munnur hennar skraufþurr þar sem hún strauk höndum sínum eftir kórallitu silki brúðarmeyjakjólsins. Hún teygði sig ósjálfrátt eftir glasinu fyrir framan sig og þambaði, gretti sig nærri því yfir volgu hvítvíninu. Þetta hafði verið frekar afslappað brúðkaup, sem þýddi að þegar ræðuhöldunum var lokið hafði hún fært sig frá háborðinu til að setjast við hlið Louis, mannsins sem hún hafði lifað fyrir undanfarið ár. Lífið var þægilegt. Starf hennar sem sérfræðingur í barnaskurðlækningum þýddi að hún var á sífelldu flakki um heiminn til að aðstoða við erfiðar aðgerðir. Louis var álíka upptekinn sem sérfræðingur í taugaskurðlækningum. Stundum voru þau eins og skip sem mætast um nótt. Þau höfðu kynnst fyrir nokkrum árum síðan og stofnað til þægilegs sambands. Henni líkaði við hann. Hún gerði það virkilega. En á þessu augnabliki var hjarta hennar að gera óþægilega hluti innan í brjósti hennar.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr. -
Fjölskylda í Róm
Þá erum við komin. Varir Leon strukust við háls Lizzy, kunnugleg snerting hans og röddin með hreimnum höfðu sömu áhrif á taugakerfi hennar og flugeldasýningin sem þau höfðu rétt í þessu stungið af frá. Hættuleg. Heillandi. Nógu kraftmikil til að vekja upp þúsund minningar sem henni hafði rétt svo tekist að troða ofan í kassa þessi ár sem voru liðin frá því þau sáust síðast. Hún reyndi að ýta þeim aftur frá sér, örvæntingarfull í þeirri trú sinni að fortíðin skipti ekki máli. Að þessi síðasti tilviljanakenndi fundur þeirra væru örlögin að stýra henni, krefjast þess að Lizzy játaði fyrir Leon að hann væri eini maðurinn sem hún hefði nokkurn tímann elskað. Játning sem myndi vafalaust senda hann hlaupandi aftur heim til hinna sjö hæða Rómar. Það voru liðin fimm ár síðan leiðir þeirra lágu síðast saman. Það kom varla á óvart miðað við að hún starfaði í Sydney en hann í Róm, og líf þeirra, persónulegt eða faglegt, hafði aldrei skarast eins og það hafði gert einu sinni áður hér í New York á starfsnámsárum þeirra sem skurðlæknar. Ekki einn tölvupóstur. Ekki eitt símtal. Engin skilaboð. Ekkert. En hún þekkti hann ennþá nógu vel til að vita að ef hún segðist elska hann myndi það setja tafarlausan punkt við hvað svo sem var að fara að gerast bakvið þessar hótelherbergisdyr. Og guð hjálpi henni, hún vildi fara inn í þetta herbergi. Hún vildi hann. Hann renndi fingurgómunum eftir beru viðbeini hennar. Hún þurfti ekki meira til að gefa frá sér lága stunu.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók
Verð á rafbókVerð á rafbókmeð VSK995 kr.