Flýtilyklar
Tyler Anne Snell
Einkalífvörðurinn
Lýsing
–Þetta var bara misskilningur.
Darling Smith stóð innan við rimlana í öðrum fangaklefanum í Mulligan, Maine, og var alls ekki skemmt.
Derrick Arrington lögreglumanni var hins vegar skemmt. Kannski vegna þess að árið áður höfðu þau farið á stefnumót af og til án þess að það endaði með einhverju. Þau voru yfirleitt kurteis hvort við annað og vingjarnleg en Darling var viss um að það væri ekki á hverjum degi sem Derrick fengi tækifæri til að handtaka konu sem hann hefði verið í vinfengi við. Hún
hugsaði til baka.
Ó já, hún hefði elskað að stinga tilteknum manni úr fortíðinni í steininn og henda lyklinum.
–Það ætti að flúra þetta á ennið á þér, Darling. –Þetta var bara misskilningur, löggi.
Ég er of sæt til að ætla mér að gera eitthvað af mér. Hann glotti.
–Arrington lögreglumaður, varstu að segja að ég væri sæt? spurði hún sykursætri röddu.
Hann benti á hana og hló. –Sko, þetta er það sem ég var að tala um.
–Láttu ekki svona, Derrick. Darling lét sykursæta málróminn lönd og leið. Hún var þreytt. –Við vitum bæði að George Hanley brást of harkalega við. Það var nóg að nefna vörðinn við hliðið á nafn, þá reiddist hún. Hann hafði látið eins og hann væri í leyniþjónustunni og Darling stofnaði öryggi ríkisins í voða.
–Hann var að vinna vinnuna sína. George sá grunsamlega manneskju að snuðra á einkaeign.
Hann leit á Darling, beið eftir að hún játaði.
Hann fengi að bíða lengi. –Það sem meira er, þessi grunsamlega manneskja sást fara að bílskúr vinnuveitanda hans.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók