Tyler Anne Snell

Fangi fortíðar
Fangi fortíðar

Fangi fortíðar

Published September 2023
Vörunúmer 413
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Málið er að þau hafa gleymt sannleikanum. Alla vega sumir.
Lillian Howard var með möppuna sína undir hendinni og með hárið í hnút. Hún talaði af virðingu og fagmennsku.
Kenneth Gray rannsóknarlögreglumaður, yfirmaður sérsveitarinnar, starði í augun á henni. Það var hann sem hafði
beðið hana um að koma til sín í viðtal. Þau voru búin að fara í gegnum allar tæknilegu spurningarnar. Þau fóru í gegnum starfsferilinn hennar. Hún hafði unnið á lögreglustöð í Alabama eftir að hafa hafnað starfi hjá FBI. Hann spurði hana ekki af hverju hún hafnaði starfinu og hún útskýrði það ekki. Nú var komið að spjallinu. Mannlega hlutanum.
Svona til þess að athuga hvort hún myndi passa á vinnustaðinn eða ekki. Því miður fór hún sjaldan eftir almennum félagsreglum. Þó svo að hún vildi virkilega fá starfið. Það eina sem
Kenneth þurfti að gera var að byrja á kurteisisspjalli og hún fengi starfið.
–Og hvaða sannleikur er það? spurði hann.
Lily var fegin að heyra að hann talaði ekki niður til hennar.
Fyrrverandi starfsfélagar voru vanir að gera það. Það hjálpaði örugglega ekki að hún var í yngri kantinum og vildi hafa allt í röð og reglu, sem varð til þess að hún var talin stjórnsöm. En
hún kaus að vera kölluð A týpa.
Síðan var það minnið hennar. Hún mundi mörg ár aftur í tímann.
Lily settist fyrir framan hann. Hún lagði möppuna í kjöltuna á sér og fór með ræðuna sem hún hafði farið ótal sinnum með þegar hún var yngri.
–Að Annie McHale er ekki fyrsta stúlkan sem hvarf í Kelby Creek.
Hún tók bandið utan af möppunni en opnaði hana ekki. Í

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is