Flýtilyklar
Tyler Anne Snell
Fjarvistasönnunin
Lýsing
Julian Mercer þekkti þessa konu ekki neitt en um leið og bláu augun litu á hann vissi hann þrennt um hana.
Í fyrsta lagi að hún bar ósýnilegar en þungar byrðar. Þegar hún gekk eftir garðinum, eftir misstórum steinunum sem höfðu verið lagðir í lóðina til að mynda stíg, var göngulagið þyngslalegra en það hefði átt að vera. Hún var að hugsa um eitthvað og það var henni þungbært. Kurteislegt brosið, sem hún varð að setja upp sem eigandi gistiheimilisins, var þvingað.
Í öðru lagi að eitthvað hafði sært hana. Ekki bara líkamlega, þó að Julian sæi litla en vel greinilega örið á vinstra kinnbeininu. Hann bar sinn skammt af örum og það var kannski þess vegna sem hann fann að það var líka svolítið hik á henni, eins og hana langaði til að hitta hann en vildi samt að hann færi. Að vera kyrr eða leggja á flótta. Julian fannst þetta bæði áhugavert og truflandi.
Í þriðja lagi var ljóshærða ókunnuga konan, sem var á leiðinni til hans, gullfalleg.
Ljósar flétturnar yfir axlirnar glönsuðu í sólinni og hörundið var útitekið. Þessi kona hafði ekki eytt ævinni við skjái heldur utandyra. Tær blá augu virtu hann fyrir sér um leið og honum varð litið á freknurnar á vöngum hennar. Hann efaðist ekkert um að hún væri líka freknótt á handleggjum og fótleggjum sem voru huldir svörtum sokkabuxum og langerma kjól. Hún var í flatbotna skóm en þurfti varla að líta upp til að horfast í augu við hann um leið og hún stoppaði fyrir framan hann.
–Þú ert mjög stundvís hr. Mercer. Hún rétti fram höndina.
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók