Flýtilyklar
Tyler Anne Snell
Heima að lokum
Lýsing
Staðan hefði verið allt önnur ef Bella Greene hefði hitt nýjasta starfsmann lögregludeildar Dawn héraðs sex
mánuðum fyrr. Þá hefði hún getað fylgst með honum stíga út úr sportbílnum sínum, klæddan gallabuxum sem
fóru honum syndsamlega vel og skartandi brosi sem fengið hefði hvaða kvenpersónu sem var til þess að kikna í
hnjánum og samræður þeirra hefðu hafist á áhugaverðum nótum. Þær samræður hefðu hæglega getað innifalið svo
lítið daður og jafnvel örlítinn kinnroða þar sem hún var aldrei þessu vant ekki klædd vinnugalla heldur í sínum
fínasta kjól og á háum hælum.
En orðsendingin sem hún hélt í hendi sér... svo fast að neglurnar skárust inn í lófa hennar... klippti á öll eðlileg
viðbrögð af hennar hálfu. Bella kærði sig því kollótta um hve myndarlegur náunginn var með sitt sólbrúna hörund,
dökku augu, breiðu augabrúnir, hvassa nef, sterklega vangasvip og hrafnsvarta, sléttgreidda hár. Útlitið gerði
það samt að verkum að æskuást hennar á A.C. Slater í kvikmyndinni Bjargað af bjöllunni var það fyrsta sem kom
upp í huga hennar þegar hún sá hann stíga út úr bílnum.
En ekkert af þessu skipti máli því staðreyndin var sú að hún þekkti þennan náunga ekki nokkurn skapaðan hlut og
bláókunnugur karlmaður var ekki manneskja sem Bella kaus að hitta þarna við bilaða pallbílinn sinn á fáförnum
sveitavegi. Allra síst eftir að hún hafði verið að enda við að rekast á orðsendinguna í verkfærakassanum sínum þegar
hann ók í kant og stöðvaði bifreiðina handan vegarins til
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók