Tyler Anne Snell

Morð eða mannshvarf
Morð eða mannshvarf

Morð eða mannshvarf

Published Júlí 2023
Vörunúmer 411
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Ég var ekki lengi að komast að niðurstöðu, þó að hún sé ekki góð. Lovett rannsakandi lét kassann detta á borðið hjá
lögreglustjóranum og það heyrðist dynkur þegar hann lenti.
–Við þurfum hjálp og þá er ég að tala um sérstaka hjálp, ekki bara mig og ótakmarkað magn af kaffi.
Chamblin lögreglustjóri andvarpaði. Axlirnar sigu og bumb an stækkaði. Hann sat við skrifborðið sitt en var ekki
ánægður með það. Hann kunni vel að meta að vera á ferðinni, ekki að sitja yfir pappírsvinnu. Miðað við hvernig hafði gengið í Kelby Creek undanfarið ár eða svo, allt frá rólegheitum og yfir í brjáluð læti, var erfitt að slaka á og þá sérstaklega bak við skrifborð.
Chamblin hafði ekki verið í sem bestu skapi áður en rannsakandinn kom inn og þegar hann heyrði þessa niðurstöðu
var hann hræddur um að skapið færi ekki batnandi.
Chamblin sagði það sem lá ljóst fyrir: Þú vilt starfshóp.
Lovett kinkaði kolli. –Svona lítill staður þarf alla jafna ekki á þannig hópi að halda en miðað við sögu Kelby Creek
erum við með mörg óleyst mál sem við verðum að rannsaka.
Mál sem við héldum að hefðu verið leyst en voru það ekki.
Sem við héldum að við værum með rétta gerandann í en ...
–Við erum það ekki. Chamblin lauk setningunni. Hann andvarpaði aftur og benti á kassann. –Erum við með nóg af
málum til að stofna starfshóp? Hvað felur það í sér? Tvær manneskjur? Fjórar? Hvernig hefðir þú staðið að þessu í
Seattle?

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is