Tyler Anne Snell

Örlagarík kynni
Örlagarík kynni

Örlagarík kynni

Published Apríl 2019
Vörunúmer 360
Höfundur Tyler Anne Snell
Verð á rafbókmeð VSK
995 kr.

Lýsing

–Þú þarft að bjóða mér upp á drykk.
Henry Ward lagði bjórflöskuna frá sér á barborðið og gjóaði augunum á parið sem sat við hliðina á honum. Ja, af orðum konunnar að dæma voru þau áreiðanlega ekki par. Það var komið kvöld en samt voru ekki margir á barnum. Ef hann
hefði ekki verið svo upptekinn af því sem hann þurfti að gera daginn eftir hefði hann trúlega tekið eftir því að hann og maðurinn á næsta stól voru ekki einir þarna.
–Hvað sagðirðu? spurði maðurinn við hliðina á Henry.
Hann var ofurlítið þvoglumæltur. Það kom Henry ekki á óvart. Hann hafði séð manninn þamba að minnsta kosti fjóra
býsna sterka drykki á einni klukkustund. Annaðhvort hafði konan ekki fundið lyktina út úr honum ennþá eða ekki tekið
eftir því hvað maðurinn talaði óskýrt.
Kannski var henni bara sama. Enda kom málið Henry ekkert við.
Engu að síður gat hann ekki á sér setið og lagði við hlustir.
–Ég þarf að fá þig til að láta sem þú hafir keypt handa mér drykk, sagði konan hikandi og settist á barstólinn hinum
megin við manninn.
Henry sá bara sítt, ljóst og liðað hár, en honum tókst ekki að sjá framan í hana. Hann sneri sér því að sjónvarpinu og
fitlaði við flöskuna með fingrunum.

Eignastu þessa bók sem rafbók núna!

Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók

Svæði

Ásútgáfan

Símar 660 6717 /  660 6702
Netfang: asutgafan@asutgafan.is