Flýtilyklar
Tyler Anne Snell
Púsluspil
Lýsing
–Hvaða sjö stafa orð lýsir manneskju sem hagar sér eins og asni við þá sem eru að reyna að hjálpa henni?
Maggie Carson færði þyngdina yfir á hinn fótinn og andvarpaði af pirringi. Andardrátturinn blés villuráfandi hárlokki
frá andlitinu. Hún reyndi að stinga hárinu aftur í teygjuna sem hélt því saman í tagli en það gekk ekki. Það var eins og SuðurAlabama væri með sótthita en hún hafði ekki miklar áhyggjur af veðrinu.
Ekki meðan hún var að brjótast inn.
Öllu heldur reyndi að brjótast inn.
–Þú ætlar ekki að svara mér, er það nokkuð?
Hún leit á manninn sem sat á hækjum sér við hliðina á henni og fiktaði í læsingunni, augnaráði sem hefði sannað að það var
satt sem sagt var um hana, hún stóð á sínu. Maðurinn þóttist ekki sjá það, horfði beint fram fyrir sig og hélt áfram að fikta
með fingrunum.
Þessir fingur.
Þessar hendur.
Hjálpi mér, það sem hún gæti gert með þær.
Maggie hristi höfuðið til að bægja hugsuninni frá sér, undrandi á að hún skyldi hafa stungið upp kollinum. Matt Walker var að vísu augnakonfekt og skoraði 12 á skalanum 1 til 10, það var ekki hægt að neita því, en hann var rannsakandinn
Matt Walker. Maður sem hafði án þess að depla auga kallað hana einskis nýtan æsifréttablaðamann, sagt að hún hvetti til
múgæsingar og væri smánarblettur á mannkyninu. Hún álasaði
Eignastu þessa bók sem rafbók núna!
Rafbækurnar frá okkur getur þú hlaðið beint niður af síðunni okkar þegar þú kaupir bók